Björk heiðursborgari Reykjavíkur og fær styttu sér til heiðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 15:44 Björk á sviði á Coachella hátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Borgarráð samþykkti í dag að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Björk er sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður og mun myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir gera Bjarkar- styttu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á fundi borgarráðs hafi verið samþykkt að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Staðsetningin kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir. Tónlistarkona á heimsmælikvarða Um Björk segir í tilkynningu borgarinnar að hún sé „tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún hefur verið áberandi í íslensku og alþjóðlegu lista- og menningarlífi um fjögurra áratuga skeið, sem söngkona, tónskáld, plötuútgefandi og leikkona en einnig frumkvöðull og baráttukona á ýmsum sviðum. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk.“ Þá er einnig farið yfir feril hennar og ævi en hún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Björk hefur á löngum ferli sínum starfað sem söngkona ýmissa hljómsveita og svo sóló. Auk þess hefur hún leikir í nokkrum kvikmyndum. Nánar er fjallað um Björk á vef borgarinnar en hún var í viðtali við Vísi í haust sem hægt er að lesa hér að neðan. Þar ræddi hún samstarfið við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndina, tónleikaferðalögin og baráttu sína gegn sjókvíaeldi. Aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson (1961), Kristján Sveinsson augnlæknir (1975), frú Vigdís Finnbogadóttir (2010), Erró (Guðmundur Guðmundsson, 2012), Yoko Ono (2013), Friðrik Ólafsson stórmeistari (2015) og Þorgerður Ingólfsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri (2018). Síðasti borgarráðsfundur Dags Dagur B. Eggertsson hættir sem borgarstjóri í næstu viku og birti færslu síðdegis í dag þar sem hann fjallar um fund borgarráðs í dag. Það er hans síðasti sem borgarstjóri en hann tekur við sem formaður borgarráðs þegar Einar Þorsteinsson tekur við sem borgarstjóri. „Ég hef sem sagt setið þá marga en þetta var með þeim allra bestu og árangursríkustu,“ segir Dagur í færslunni sem má lesa hér að neðan.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Björk Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45 Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30 Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þorgerður Ingólfsdóttir heiðursborgari Reykjavíkur Þorgerður Ingólfsdóttir, tónlistarkennari og kórstjóri, var í dag sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. 31. janúar 2018 16:45
Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Borgarstjóri útnefndi Friðrik Ólafsson sjötta heiðursborgara Reykjavíkur í dag. Hann er einnig heiðursfélagi í FIDE. 28. janúar 2015 19:27
Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák fagnar áttatíu ára afmæli í dag. 26. janúar 2015 19:30
Yoko Ono heiðursborgari Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára í dag. 9. október 2013 16:15
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1. september 2012 17:05
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“