Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2024 21:47 Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku segir aðgerðir Ísraela minna á þjóðarmorð Hútúa á Tútsímönnum í Rúanda á síðustu öld. AP/Patrick Post Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. „Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
„Skali þessara aðgerða minnir á þjóðarmorðið í Rúanda fyrir þrjátíu árum síðan. Við erum hér fyrir hönd Suður-Afríku og alþjóðasamfélagsins til að leita réttar fórnarlambanna, sérstaklega barnanna, kvennanna og hinna eldri,“ segir Ronald Lamola dómsmálaráðherra Suður-Afríku við dóminn í dag. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórs hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. „Mestu hræsnarar mannkynssögunnar“ Ísraelsmenn þvertaka fyrir ásakaninar. Talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar segir Suður-Afríkumenn „eina mestu hræsnara mannkynssögunnar“ og sakar þá um að ganga beinlínis erinda Hamas. Málið er sagt eitt það merkilegasta sem flutt hefur verið á vettvangi alþjóðadómstóla. Ísraelar munu fara með mál sitt fyrir dómi á föstudaginn en segja ásakanir Suður-Afríku og annarra ríkja tilhæfulausar. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði í dag að við byggjum í dag í öfugum heimi og að Ísraelar séu sakaðir um þjóðarmorð í baráttu sinni gegn þjóðarmorði. Án afskipta verði útrýmingin algjör Tembeka Ngcukaitobi lögmaður fór með mál fyrir hönd Suður-Afríku fyrir dómstólnum og sagði aðgerðir Ísraelshers bera augljós merki þess að um þjóðarmorð sé að ræða. „Á hverjum degi er syrgt, óafturkræfur mannskaði, spjöll á eignum, sæmd og mennsku palestínsku þjóðarinnar,“ segir Adila Hassim lögmaður sem talar máli Suður-Afríku. Sendinefnd Ísraels hlustar á málflutning Suður-Afríkumanna.AP/Patrick Post „Við trúm því að án afskipta þessa dómstóls horfum við fram á algjöra útrýmingu palestínsku þjóðarinnar í Gasa. Að sitja þögul hjá í ljósi þessa væri stórfellt brot á alþjóðalögum,“ bætir hann við. Alþjóðadómstóllinn gæti komist fljótt að niðurstöðu og skipað Ísraelum að stöðva aðgerðir sínar í Gasa en það gæti verið langt í að lokaniðurstaða náist um hvort þjóðarmorð sé að ræða.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Suður-Afríka Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira