Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 15:28 Einar telur að listaverkið verði mikil lyftistöng fyrir Reykjavík. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu. Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu.
Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira