„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2024 20:00 „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi, segir Ólafía Þórunn en konurnar hafa aldrei hist.“ aðsend/vísir Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía. Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía.
Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira