„Þegar þú færð þessar fréttir þá bara hrynur heimurinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2024 09:33 Tinna bendir á verðandi foreldrar upplifi margir djúpa sorg þegar um snemmbúinn fósturmissi er að ræða, rétt eins og foreldrar sem missa barn seinna á meðgöngunni. Samsett „Í gegnum allt þetta ferli var nákvæmlega ekkert sem greip okkur. Það var ekkert hugað neitt sérstaklega að andlegri líðan okkar, hvaða áhrif þetta hafði á okkur. Það var engin eftirfylgni. Það þykir eðlilegt að einstaklingar sem missa fóstur, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngu, séu bara sendir heim og látnir gúgla framhaldið, hvað þeir eigi að gera eða ekki gera,“ segir Tinna Berg Rúnarsdóttir en árið 2022 gengu hún og eiginmaður hennar í gegnum erfiðan fósturmissi á 12.viku meðgöngu. Tinna segir áberandi viðhorf í samfélaginu, og innan heilbrigðiskerfisins, að gera meira úr sorg foreldra eftir því sem meðgangan er komin lengra á veg. Einstaklingar sem upplifa snemmbúinn fósturmissi fá þau skilaboð að sorg þeirra sé ekki „viðurkennd“ og þeir fá síður nauðsynlegan stuðning og eftirfylgni. Vonir og væntingar Í janúar árið 2022 komust Tinna og eiginmaður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson að því að þau ættu von á barni. Fyrir áttu þau þrjá unga drengi. „Það var ekki planað hjá okkur að eignast fjórða barnið. Yngsti sonur okkar var bara eins og hálfs árs á þessum tíma, og þetta var alveg smá sjokk. Við áttum þrjú börn fyrir, ég var í námi og maðurinn minn í vinnu sem var ekki mjög fjölskylduvæn og við þurftum alveg að hugleiða þetta, hvernig við ætluðum að láta þetta allt saman ganga upp. En á endanum ákváðum við að við ætluðum bara að massa þetta, og við fórum að gera hin og þessi plön. Við vorum alveg komin á þennan stað í huganum; vorum við kannski að fara að fá stelpu núna? Maður sá fyrir sér næstu jól, með fjóra krakka og mikið fjör. Við leyfðum okkur að hlakka til.“ Þessa sjálfu tók Tinna ekki löngu áður en hún fékk að vita að enginn hjartsláttur væri hjá fóstrinu.Aðsend Það er mismunandi eftir konum hversu fljótt fer að sjá á þeim á meðgöngunni en það byrjaði að sjá á Tinnu mjög snemma á þessari fjórðu meðgöngu, líkt og raunin var með fyrri meðgöngur hennar þrjár. „Ég hef aldrei gengið lengra en sjö eða átta vikur áður en það fer að sjást á mér. Um þetta leyti, þegar við misstum þá var ég strax komin með kúlu og gat ekki rennt upp buxunum mínum. Það var líka þess vegna sem við ákváðum að segja strákunum okkar frá óléttunni þegar ég var komin sjö vikur á leið, af því að við vissum að fólk ætti eftir að sjá mig úti á götu og spyrja mig út í það.“ Algjörlega í lausu lofti Þegar Tinna var komin rúmar 11 vikur á leið fóru þau hjónin í snemmómskoðun á kvennadeild Landspítalans. Þá var þeim tilkynnt að það væri enginn hjartsláttur hjá fóstrinu. „Ég fann fyrir dofa og fór svo bara að hágráta. Maðurinn minn, hann hálfpartinn bara fraus. Ég var spurð hvort ég hefði einhverjar spurningar,sem ég auðvitað hafði ekki á þessum tíma, ég vildi bara fara heim. Þetta var á mánudegi, okkur var sagt að hafa samband fyrir helgina ef það væri ekki byrjað að blæða hjá mér og fóstrið búið að skila sér. Svo var okkur bara vísað fram og fengum ekki einu sinni pappírsnepil með okkur. Okkur var ekki boðið að tala við félagsráðgjafa og það var enginn sem spurði okkur hvernig okkur liði. Við löbbuðum út og þurftum svo bara að halda áfram með daginn, sækja strákana okkar og koma þeim heim. Við vorum algjörlega í lausu lofti og vissum ekkert hvað myndi taka við. Við höfðum aldrei gengið í gegnum þetta áður.“ Tinna segist vera svo heppin að eiga vinkonu sem starfar sem félagsráðgjafi á Landspítalanum. Hún gat því hringt í hana og beðið hana um stuðning. Það hjálpaði henni gífurlega. „Ég hringdi grátandi í hana. Af því að ég vissi ekkert hvað var að fara að gerast, eða hvernig ég ætti hreinlega að tækla þetta.“ Hún segir næstu daga hafa verið í algjörri móðu, en þar sem að þau hjónin áttu þrjá orkumikla drengi sem þau þurftu að sinna þá var ekki um annað að ræða en að halda heimilislífinu gangandi. „Maður þurfti eiginlega bara að setja þetta til hliðar,“ segir hún og bætir við að blessunarlega eigi þau hjónin sterkt bakland í fjölskyldu og vinum, sem hafi verið boðin og búin til að hjálpa. Ofan á allt saman bættist við að nokkrum dögum síðar byrjaði Tinna að finna fyrir miklum líkamlegum kvölum; líkaminn var að losa sig við fóstrið með tilheyrandi blæðingum og sárum verkjum. Þegar hún hafði samband við spítalann var henni sagt að koma í skoðun eftir viku svo hægt væri að athuga „hvort allt hefði skilað sér.“ „Það var ekkert í boði að vera grátandi allan daginn og að bilast úr verkjum, maður þurfti bara að herða sig og halda áfram að elda mat og skutla á leikskólann. Og byrgja sársaukann inni.“ Mikil þörf á eftirfylgni og stuðningi „Mér finnst vanta að einhver grípi foreldra sem missa, óháð því á hvaða stigi meðgöngunnar sem það er. Það vantar einhverskonar verkferla innan heilbrigðiskerfisins, einhvers konar eftirfylgni fyrir þá sem eru að fara í gegnum þetta, og það á líka við um þá sem missa snemma á meðgöngunni,“ segir Tinna jafnframt. „Meðgöngulengd á ekki að skipta máli því um leið og línurnar tvær birtast á prófinu ferðu að gera ráð fyrir einstaklingnum sem er væntanlegur, þú býrð til pláss í hjarta þínu fyrir viðkomandi, planar næstu mánuði út frá því að ykkur fjölgar um einn og gerir þær breytingar sem þörf er á. Þegar þú færð síðan þessar fréttir, að barnið sem þú hélst að þú værir að fara að eignast sé látið, þá bara hrynur heimurinn. Fótunum er algjörlega kippt undan þér. Ég held að það myndi breyta miklu fyrir fólk í þessum aðstæðum ef boðið væri upp stuðning og eftirfylgni í kjölfarið. Þó það væri ekki nema bara eitt viðtal hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Einhver sem getur leitt þig í gegnum það sem er að fara að taka við, einhver sem spyr þig hvernig þér líður. Það hefði hjálpað okkur rosalega mikið á sínum tíma ef okkur hefði verið boðinn þessi stuðningur.“ Hún kveðst meðvituð um það að fósturlát, sérstaklega á fyrsta þriðjungi meðgöngu er tiltölulega algeng. Talið er að sjötta hver þungun endi með fósturláti. En þó svo að snemmbúinn fósturmissir sé algengur þá þýði það ekki að hann sé léttbær. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að sorgin sem fylgir því að fara tómhent heim af fæðingardeildinni er yfirgnæfandi meiri heldur en að missa barn snemma á meðgöngunni. En það þýðir ekki að foreldrar sem ganga í gegnum fósturlát á fyrrihluta meðgöngunnar eigi ekki sama rétt á því að syrgja. Áfallið getur verið alveg jafn hrikalegt og missirinn alveg jafn mikill.“ Pabbarnir falla í skuggann Hún bendir einnig á þá staðreynd að feðurnir virðast oft gleymast í öllu þessu ferli. „Þegar við fengum fréttirnar þá var enginn sem spurði manninn minn hvort hann hefði einhverjar spurningar. Það var enginn að spá í því yfir höfuð í því hvort hann væri þarna eða ekki. Ég spurði á spítalanum hvort það væri hægt að skrifa upp á vottorð fyrir vinnuveitandann hans, en það var enginn möguleiki á því, okkur var sagt að ef hann gæti ekki stundað vinnu vegna þessa þá þyrfti hann að leita á heilsugæslu. Það var hins vegar ekkert mál að skrifa upp á vottorð fyrir mig. Samt var hann að missa, alveg jafn mikið og ég." „Ég veit það auðvitað að það erum við konurnar sem göngum með börnin og tökum á okkur allt þetta líkamlega álag. En pabbinn upplifir sig líka vanmáttugan í þessum aðstæðum, hann þarf að horfa upp á konuna sína kveljast og getur ekki gert neitt." Tinna bendir á að í samfélaginu tíðkast almenn að greina einungis allra nánustu aðstandendum, eða jafnvel engum frá þungun fyrr en fyrsta þriðjungi meðgöngu er lokið og mesta hættan á fósturmissi er liðin hjá. Fáir hafa því samgleðst hinum verðandi foreldrum og þar af leiðandi er fólk síður að samhryggjast þegar í ljós kemur að ekkert barn er á leiðinni. „Ég hef fengið að heyra það frá fólki að ég eigi nú önnur börn fyrir og geti verið þakklát fyrir það. En ég hef aldrei sagt að ég sé ekki þakklát fyrir börnin sem ég á. Það dregur ekki úr sorginni yfir þessum missi.“ Tinna og Marinó enduðu á því að leita til þerapista til að vinna úr áfallinu og voru í meðferð hjá honum í langan tíma. Það reyndist þeim vel. Það var síðan algjörlega að óvörum að Tinna varð ófrísk á ný. Þar sem þau voru ennþá brennd af fyrri reynslu var Tinna að eigin sögn „á taugum“ alla meðgönguna. Það fór hins vegar allt vel að þessu sinni og í apríl síðastliðnum eignuðust þau yngsta son sinn. „Það var auðvitað endalaus gleði og hamingja sem fylgdi því, en það fyllti samt ekki upp í þetta tómarúm. Við vorum og erum ennþá að syrgja þetta barn sem við fengum aldrei í hendurnar.“ Þörf á öðruvísi umgjörð Árið 2016 rannsakaði Alexandra Ólöf Gunnarsdóttir þjónustu og þarfir kvenna á Kvennadeild Landspítalans - í tengslum við MA lokaverkefni sitt við félagsvísindadeild HÍ. Ræddi hún meðal annars við átta konur á aldrinum 25 til 36 ára sem upplifað höfðu fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þörf er á breyttri umgjörð þjónustu fyrir konur sem missa fóstur á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestum viðmælendum þóttu margt ábótavant varðandi eftirfylgnina. Konurnar töldu mikilvægt að auka faglegan stuðning eftir fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Fjórar konur greindu frá þörf fyrir eftirfylgni en allar konurnar átta voru þó sammála um að æskilegt væri að eftirfylgd væri í boði og að sú þjónusta væri gerð aðgengilegri. Flestar nefndu að þær hefðu viljað eftirfylgni í formi viðtals við fagaðila. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þörf sé á breyttri umgjörð þjónustu fyrir konur sem missa fóstur á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalans. „ Út frá þessum niðurstöðum má álykta að þörf sé fyrir breytingar á ákveðnum þáttum þjónustunnar, umhverfisins og aðstöðunnar og að þessir þættir verði aðlagaðir að þörfum kvenna eftir fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss. “ Börn og uppeldi Sorg Helgarviðtal Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Tinna segir áberandi viðhorf í samfélaginu, og innan heilbrigðiskerfisins, að gera meira úr sorg foreldra eftir því sem meðgangan er komin lengra á veg. Einstaklingar sem upplifa snemmbúinn fósturmissi fá þau skilaboð að sorg þeirra sé ekki „viðurkennd“ og þeir fá síður nauðsynlegan stuðning og eftirfylgni. Vonir og væntingar Í janúar árið 2022 komust Tinna og eiginmaður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson að því að þau ættu von á barni. Fyrir áttu þau þrjá unga drengi. „Það var ekki planað hjá okkur að eignast fjórða barnið. Yngsti sonur okkar var bara eins og hálfs árs á þessum tíma, og þetta var alveg smá sjokk. Við áttum þrjú börn fyrir, ég var í námi og maðurinn minn í vinnu sem var ekki mjög fjölskylduvæn og við þurftum alveg að hugleiða þetta, hvernig við ætluðum að láta þetta allt saman ganga upp. En á endanum ákváðum við að við ætluðum bara að massa þetta, og við fórum að gera hin og þessi plön. Við vorum alveg komin á þennan stað í huganum; vorum við kannski að fara að fá stelpu núna? Maður sá fyrir sér næstu jól, með fjóra krakka og mikið fjör. Við leyfðum okkur að hlakka til.“ Þessa sjálfu tók Tinna ekki löngu áður en hún fékk að vita að enginn hjartsláttur væri hjá fóstrinu.Aðsend Það er mismunandi eftir konum hversu fljótt fer að sjá á þeim á meðgöngunni en það byrjaði að sjá á Tinnu mjög snemma á þessari fjórðu meðgöngu, líkt og raunin var með fyrri meðgöngur hennar þrjár. „Ég hef aldrei gengið lengra en sjö eða átta vikur áður en það fer að sjást á mér. Um þetta leyti, þegar við misstum þá var ég strax komin með kúlu og gat ekki rennt upp buxunum mínum. Það var líka þess vegna sem við ákváðum að segja strákunum okkar frá óléttunni þegar ég var komin sjö vikur á leið, af því að við vissum að fólk ætti eftir að sjá mig úti á götu og spyrja mig út í það.“ Algjörlega í lausu lofti Þegar Tinna var komin rúmar 11 vikur á leið fóru þau hjónin í snemmómskoðun á kvennadeild Landspítalans. Þá var þeim tilkynnt að það væri enginn hjartsláttur hjá fóstrinu. „Ég fann fyrir dofa og fór svo bara að hágráta. Maðurinn minn, hann hálfpartinn bara fraus. Ég var spurð hvort ég hefði einhverjar spurningar,sem ég auðvitað hafði ekki á þessum tíma, ég vildi bara fara heim. Þetta var á mánudegi, okkur var sagt að hafa samband fyrir helgina ef það væri ekki byrjað að blæða hjá mér og fóstrið búið að skila sér. Svo var okkur bara vísað fram og fengum ekki einu sinni pappírsnepil með okkur. Okkur var ekki boðið að tala við félagsráðgjafa og það var enginn sem spurði okkur hvernig okkur liði. Við löbbuðum út og þurftum svo bara að halda áfram með daginn, sækja strákana okkar og koma þeim heim. Við vorum algjörlega í lausu lofti og vissum ekkert hvað myndi taka við. Við höfðum aldrei gengið í gegnum þetta áður.“ Tinna segist vera svo heppin að eiga vinkonu sem starfar sem félagsráðgjafi á Landspítalanum. Hún gat því hringt í hana og beðið hana um stuðning. Það hjálpaði henni gífurlega. „Ég hringdi grátandi í hana. Af því að ég vissi ekkert hvað var að fara að gerast, eða hvernig ég ætti hreinlega að tækla þetta.“ Hún segir næstu daga hafa verið í algjörri móðu, en þar sem að þau hjónin áttu þrjá orkumikla drengi sem þau þurftu að sinna þá var ekki um annað að ræða en að halda heimilislífinu gangandi. „Maður þurfti eiginlega bara að setja þetta til hliðar,“ segir hún og bætir við að blessunarlega eigi þau hjónin sterkt bakland í fjölskyldu og vinum, sem hafi verið boðin og búin til að hjálpa. Ofan á allt saman bættist við að nokkrum dögum síðar byrjaði Tinna að finna fyrir miklum líkamlegum kvölum; líkaminn var að losa sig við fóstrið með tilheyrandi blæðingum og sárum verkjum. Þegar hún hafði samband við spítalann var henni sagt að koma í skoðun eftir viku svo hægt væri að athuga „hvort allt hefði skilað sér.“ „Það var ekkert í boði að vera grátandi allan daginn og að bilast úr verkjum, maður þurfti bara að herða sig og halda áfram að elda mat og skutla á leikskólann. Og byrgja sársaukann inni.“ Mikil þörf á eftirfylgni og stuðningi „Mér finnst vanta að einhver grípi foreldra sem missa, óháð því á hvaða stigi meðgöngunnar sem það er. Það vantar einhverskonar verkferla innan heilbrigðiskerfisins, einhvers konar eftirfylgni fyrir þá sem eru að fara í gegnum þetta, og það á líka við um þá sem missa snemma á meðgöngunni,“ segir Tinna jafnframt. „Meðgöngulengd á ekki að skipta máli því um leið og línurnar tvær birtast á prófinu ferðu að gera ráð fyrir einstaklingnum sem er væntanlegur, þú býrð til pláss í hjarta þínu fyrir viðkomandi, planar næstu mánuði út frá því að ykkur fjölgar um einn og gerir þær breytingar sem þörf er á. Þegar þú færð síðan þessar fréttir, að barnið sem þú hélst að þú værir að fara að eignast sé látið, þá bara hrynur heimurinn. Fótunum er algjörlega kippt undan þér. Ég held að það myndi breyta miklu fyrir fólk í þessum aðstæðum ef boðið væri upp stuðning og eftirfylgni í kjölfarið. Þó það væri ekki nema bara eitt viðtal hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Einhver sem getur leitt þig í gegnum það sem er að fara að taka við, einhver sem spyr þig hvernig þér líður. Það hefði hjálpað okkur rosalega mikið á sínum tíma ef okkur hefði verið boðinn þessi stuðningur.“ Hún kveðst meðvituð um það að fósturlát, sérstaklega á fyrsta þriðjungi meðgöngu er tiltölulega algeng. Talið er að sjötta hver þungun endi með fósturláti. En þó svo að snemmbúinn fósturmissir sé algengur þá þýði það ekki að hann sé léttbær. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að sorgin sem fylgir því að fara tómhent heim af fæðingardeildinni er yfirgnæfandi meiri heldur en að missa barn snemma á meðgöngunni. En það þýðir ekki að foreldrar sem ganga í gegnum fósturlát á fyrrihluta meðgöngunnar eigi ekki sama rétt á því að syrgja. Áfallið getur verið alveg jafn hrikalegt og missirinn alveg jafn mikill.“ Pabbarnir falla í skuggann Hún bendir einnig á þá staðreynd að feðurnir virðast oft gleymast í öllu þessu ferli. „Þegar við fengum fréttirnar þá var enginn sem spurði manninn minn hvort hann hefði einhverjar spurningar. Það var enginn að spá í því yfir höfuð í því hvort hann væri þarna eða ekki. Ég spurði á spítalanum hvort það væri hægt að skrifa upp á vottorð fyrir vinnuveitandann hans, en það var enginn möguleiki á því, okkur var sagt að ef hann gæti ekki stundað vinnu vegna þessa þá þyrfti hann að leita á heilsugæslu. Það var hins vegar ekkert mál að skrifa upp á vottorð fyrir mig. Samt var hann að missa, alveg jafn mikið og ég." „Ég veit það auðvitað að það erum við konurnar sem göngum með börnin og tökum á okkur allt þetta líkamlega álag. En pabbinn upplifir sig líka vanmáttugan í þessum aðstæðum, hann þarf að horfa upp á konuna sína kveljast og getur ekki gert neitt." Tinna bendir á að í samfélaginu tíðkast almenn að greina einungis allra nánustu aðstandendum, eða jafnvel engum frá þungun fyrr en fyrsta þriðjungi meðgöngu er lokið og mesta hættan á fósturmissi er liðin hjá. Fáir hafa því samgleðst hinum verðandi foreldrum og þar af leiðandi er fólk síður að samhryggjast þegar í ljós kemur að ekkert barn er á leiðinni. „Ég hef fengið að heyra það frá fólki að ég eigi nú önnur börn fyrir og geti verið þakklát fyrir það. En ég hef aldrei sagt að ég sé ekki þakklát fyrir börnin sem ég á. Það dregur ekki úr sorginni yfir þessum missi.“ Tinna og Marinó enduðu á því að leita til þerapista til að vinna úr áfallinu og voru í meðferð hjá honum í langan tíma. Það reyndist þeim vel. Það var síðan algjörlega að óvörum að Tinna varð ófrísk á ný. Þar sem þau voru ennþá brennd af fyrri reynslu var Tinna að eigin sögn „á taugum“ alla meðgönguna. Það fór hins vegar allt vel að þessu sinni og í apríl síðastliðnum eignuðust þau yngsta son sinn. „Það var auðvitað endalaus gleði og hamingja sem fylgdi því, en það fyllti samt ekki upp í þetta tómarúm. Við vorum og erum ennþá að syrgja þetta barn sem við fengum aldrei í hendurnar.“ Þörf á öðruvísi umgjörð Árið 2016 rannsakaði Alexandra Ólöf Gunnarsdóttir þjónustu og þarfir kvenna á Kvennadeild Landspítalans - í tengslum við MA lokaverkefni sitt við félagsvísindadeild HÍ. Ræddi hún meðal annars við átta konur á aldrinum 25 til 36 ára sem upplifað höfðu fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þörf er á breyttri umgjörð þjónustu fyrir konur sem missa fóstur á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalans.Vísir/Vilhelm Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestum viðmælendum þóttu margt ábótavant varðandi eftirfylgnina. Konurnar töldu mikilvægt að auka faglegan stuðning eftir fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Fjórar konur greindu frá þörf fyrir eftirfylgni en allar konurnar átta voru þó sammála um að æskilegt væri að eftirfylgd væri í boði og að sú þjónusta væri gerð aðgengilegri. Flestar nefndu að þær hefðu viljað eftirfylgni í formi viðtals við fagaðila. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þörf sé á breyttri umgjörð þjónustu fyrir konur sem missa fóstur á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalans. „ Út frá þessum niðurstöðum má álykta að þörf sé fyrir breytingar á ákveðnum þáttum þjónustunnar, umhverfisins og aðstöðunnar og að þessir þættir verði aðlagaðir að þörfum kvenna eftir fósturmissi á fyrsta þriðjungi meðgöngu á Kvennadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss. “
Börn og uppeldi Sorg Helgarviðtal Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira