Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 14:40 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana. Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana.
Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42