Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:22 Er þetta í þriðja kjörtímabilið í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er með einn úr sínum röðum í embættinu. Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Taívan Kína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Taívan Kína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira