Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 18:56 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. „Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40