Anníe Mist og Katrín Tanja hjálpa konum á breytingaskeiðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa stofnað fyrirtæki utan um verkefnið. Ekki í fyrst sinn sem þær vinna saman fyrir utan CrossFit íþróttina. @empowerbydottir Íslensku CrossFit heimsmeistararnir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Daviðsdóttir hafa nú stofnsett verkefni sem hefur það markmið að hjálpa konum þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir. CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Anníe og Katrín hafa báðar unnið tvo heimsmeistaratitla og komist samtals tíu sinnum á verðlaunapall á heimsleikum. Þær hafa báðar yfir 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum og geta því komið mikilvægum fróðleik til þeirra sem geta nýtt sér hann til að bæta líf sitt. Anníe og Katrín vilja nú nota sitt sviðsljós til að koma réttum upplýsingum til skila og aðstoða konur þegar þær fara í gegnum tíðahvörfin. Þær vilja hjálpa þessum konum að nýta sér hreyfingu og annað til að líða sem best á þessu sérstaka tíma. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Anníe og Katrín kynntu vefinn og verkefnið sem hefur heimili á empowerbydottir, bæði á samfélagsamiðlum sem og á netinu á empowerbydottir.com. „Við fengum innblástur frá mömmum okkar og það sem rekur okkur áfram er ástríða okkar fyrir því að hjálpa konum að að skilja betur og takast betur á við nýjan líkama sinn. Þetta er æfingakerfi sem er sett sérstaklega saman fyrir ykkur til að verða sem besta útgáfan af ykkur sjálfum á breytingaskeiðinu,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram. Íslensku CrossFit drottningarnar hafa gríðarlega reynslu og þekkingu frá frábærum ferli sínum en þær eru líka með vísindin með sér í liði. Þær leituðu nefni til doktors í þessum fræðum til að aðstoða þær. Sú er doktor Stacy Sims sem hefur sérhæft sig í lífeðlisfræði og næringarfræði kvenna. „Mín sýn er heimur fullur af heilbrigðum konum sem skilja líkamann sinn og það hvernig er besta að vinna með einstaka lífeðlisfræði sína. Hjálpa þessum konum að gera sér betur grein fyrir því hvaða kostir fylgja tíðahringnum og hvernig er best að búa til jákvæðni tengdu því að vera kona í íþróttum. Í sameiningu getum við breytt neikvæðri umræðu og hjálpað konum að vaxa og dafna í grenum rannsóknir, vísindi og íþróttir,“ er haft eftir Stacy Sims á síðu empowerbydottir.
CrossFit Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira