Gefa sér ekki tíma til að óttast Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 11:50 Pípulagningarmenn og fleiri vinna baki brotnu að því að bjarga því sem bjargað verður í Grindavík. Vísir/Arnar Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira