Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú metið heildar virði fasteigna í Grindavík. Vísir Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03