Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 15:22 Vindmyllurnar í Búrfellslundi gætu litið svona út gangi verkefnið eftir. Stjórn Landsvirkjunar og forstjóri hennar, Hörður Arnarson, hafa metið áhættuna við að bjóða verkefnið út án leyfis þess virði. Landsvirkjun/Vilhelm/Vísir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“ Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að verkefnið hafi verið í þróun í rúman áratug og hafi verið samþykkt í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Sótt hafi verið um virkjunarleyfi í október sama ár með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsmála. „Vinna við aðalskipulagsbreytingu og gerð deiliskipulags fyrir svæðið hefur staðið yfir frá desember 2022 með Rangárþingi ytra en Búrfellslundur er alfarið innan þess sveitarfélags. Einnig er unnið að samningum við íslenska ríkið sem landeiganda, en landsvæðið er innan þjóðlendu,“ segir í tilkynningunni. Hér má sjá kort af svæðinu sem nær yfir Búrfellslund.Landsvirkjun Óhefðbundið ferli á útboðinu Teljast verður óvenjulegt að ráðist sé í útboð án þess að leyfis- og skipulagsmál séu komin á hreint og er nokkur áhætta fólgin í því. Hins vegar segir að stjórn Landsvirkjunar meit áhættuna viðunandi „miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi“ og samþykkti að fara þessa leið á fundi sínum 12. janúar síðastliðinn. Ástæðan fyrir því að þessi leið er valin er samkvæmt tilkynningunni „til að auka líkurnar á því að verkefnið geti farið að skila orku inn á raforkukerfið fyrir lok árs 2026“. Útboðsferli séu tímafrek og afhendingartími á búnaði langur. Framkvæmdaglugginn stuttur vegna veðurs Í tilkynningunni segir að áætlaður framkvæmdatími sé tvö ár en vegna veðurskilyrða sé framkvæmdagluggi verkefnisins mjög stuttur. Hann takmarkist að mestu við sumartímann, einkum uppsetning vindmyllanna. Frestun á verkþáttum verkefnisins geti því seinkað gangsetningu um heilt ár. Þá segir að útboðsferlið taki allt að átta mánuði og samhliða því sé unnið að endanlegu skipulagi verkefnisins. Vonir standi til að öll tilskilin leyfi og samningar verði í höfn þegar því lýkur. Útboðsferli klárist aðeins þegar öll leyfi hafi verið veitt og samningum lokið. „Allt að 30 vindmyllur verða í Búrfellslundi, hver og ein með 4-5 MW uppsett afl og samanlögð orkugeta verður um 440 GWst á ári. Rammaáætlun gerir ráð fyrir allt að 120 MW uppsettu afli,“ segir í tilkynningunni. Kalla eftir auknu raforkuframboði Undir lok tilkynningarinnar segir að orkuvinnslukerfi Landsvirkjunar sé nú fullnýtt og orkan uppseld. Þá sé fyrirsjáanlegt þetta ástand vari þar til hægt sé að auka orkuvinnslu. Raforkuorkuvinnslan í dag geti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Það sé því von Landsvirkjunar að „spaðarnir á vindmyllum fyrsta vindorkuversins á Íslandi verði farnir að snúast í lok árs 2026.“
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vindorka Skipulag Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22 Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum. 5. júlí 2023 22:22
Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum. 23. júní 2023 09:54