Rauði krossinn á Íslandi notar ekki lengur Rapyd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. janúar 2024 21:34 Kristín S. Hjálmtýsdóttir segir Rauða krossinn á Íslandi hafa tekið ákvörðunina í ljósi umræðunnar en einnig til þess að einfalda greiðslukerfi sitt. Vísir/Baldur Rauði krossinn á Íslandi nýtir sér ekki lengur þjónustu ísraelsku greiðslumiðlunarinnar Rapyd. Framkvæmdastýra samtakanna segir ákvörðunina hafa verið tekna í nóvember. „Síðan hefur þetta tekið svolítið langan tíma. Bæði vegna þess að það eru svo margir aðrir að skipta og síðan erum við með nokkur kerfi, vefverslun, nítján fataverslanir og styrktarkerfi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins á Íslandi í samtali við Vísi. Hún segir umræðuna um stuðning fyrirtækisins við árásir Ísraela á Gasa og ummæli forstjórans og stofnanda fyrirtækisins, Arik Shtilman, hafa ýtt Rauða krossinum af stað. Á sama tíma hafi staðið til að einfalda greiðslukerfi Rauða krossins. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. „Umræðan ýtti okkur af stað og við ákváðum að taka allt í gegn. Það hefur tekið lengri tíma en við hefðum viljað. Það eru fleiri greinilega í sömu sporum,“ segir Kristín. Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Félagasamtök Tengdar fréttir Straumur frá Rapyd til Adyen Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. 4. janúar 2024 08:28 IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47 Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar. 16. nóvember 2023 14:36 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Síðan hefur þetta tekið svolítið langan tíma. Bæði vegna þess að það eru svo margir aðrir að skipta og síðan erum við með nokkur kerfi, vefverslun, nítján fataverslanir og styrktarkerfi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastýra Rauða krossins á Íslandi í samtali við Vísi. Hún segir umræðuna um stuðning fyrirtækisins við árásir Ísraela á Gasa og ummæli forstjórans og stofnanda fyrirtækisins, Arik Shtilman, hafa ýtt Rauða krossinum af stað. Á sama tíma hafi staðið til að einfalda greiðslukerfi Rauða krossins. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. „Umræðan ýtti okkur af stað og við ákváðum að taka allt í gegn. Það hefur tekið lengri tíma en við hefðum viljað. Það eru fleiri greinilega í sömu sporum,“ segir Kristín.
Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Félagasamtök Tengdar fréttir Straumur frá Rapyd til Adyen Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. 4. janúar 2024 08:28 IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47 Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar. 16. nóvember 2023 14:36 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Straumur frá Rapyd til Adyen Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. 4. janúar 2024 08:28
IKEA segir krónur hafa ráðið för en ekki pólitík Engin stjórnmálatengd sjónarmið lágu að baki viðskiptaslita IKEA við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd um greiðslumiðlun samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu. 13. desember 2023 21:47
Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar. 16. nóvember 2023 14:36