Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 10:59 Þær Sigríður Hrund og Hödd náðu ekki sama takti í baráttunni og því ákvað Hödd að segja gott komið, með góðum fyrirvara svo að nýr fjölmiðlafulltrúi geti komið sér fyrir í starfi. vísir/dúi/Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. „Nei, alls ekki,“ segir Hödd aðspurð hvort þetta hætt hennar hafi borið brátt að og verið í leiðindum? En Hödd er búin að fjarlæga allar myndir af sér og frambjóðandanum af Facebook-síðu sinni. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar.“ Hödd segist hafa viljað fara frá borði fyrr en seinna svo nýr fjölmiðlafulltrúi gæti sett sig inn í starfið með góðum fyrirvara. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Sem segir okkur að hún hefur, líkt og hún sagði sjálf á Stöð 2, verið lengi að undirbúa framboðið. Fjölmiðlafulltrúinn og forsetaframbjóðandinn ekki í takti „Ég sá fram á að við myndum ekki ná sama takti,“ segir Hödd og vísar til þess að Sigríður Hrund hafi ekki alltaf farið eftir óskum hennar eða tilmælum. Óhætt er að segja að framboð Sigríðar Hrundar hafi vakið athygli og hefur hún farið ótroðnar slóðir. Eitt fyrsta verkefni Haddar var að taka á því þegar efnt var til flugeldasýningar bæði til að fagna framboðinu og afmæli Sigríðar Hrundar. Ekki voru leyfi til staðar fyrir flugeldunum og vöktu lætin meðal annars barn. Hödd sagði þá að uppákoman hafi verið hugmynd Baldurs Ingvarssonar eiginmanns Sigríðar Hrundar. Frumleg eftirmæli um sjálfa sig Sigríður Hrund hefur farið frumlegar leiðir við að vekja athygli á sér. Og hún á til að tala óháð tíma og rúmi. Þegar hún tilkynnti um framboð sitt í beinni útsendingu á Stöð 2 talaði hún um sig sem hún væri orðin forseti. Þá vakti grein sem birtist í Morgunblaðinu athygli og kom hún ýmsum spánskt fyrir sjónir þar á meðal háðfuglunum á X. Nýjasta forsetaefni Íslands ákvað bara að skutla í eina grein um sjálfa sig í Morgunblaðið en uppistaða greinarinnar er einhverskonar ímynduð eftirmæli eða minning um hana sjálfa sem manneskju.Og ég sem hélt að ég væri sjálfhverfur... pic.twitter.com/H3PAaLecQz— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 14, 2024 Um er að ræða einskonar viðtal sem slær svo út í að verða drög að minningargrein; „… get ég staðfest að mín eftirmæli, þegar ég flýg 95 ára, verða svohljóðandi: Óhrædd, mild, sterk, djöf, næm, ljúf, breysk, mennsk. Vegferðin var farin með gleði og kærleika að leiðarljósi í sífellu. Það er aðeins eitt kyn – mannkyn og Sigríður Hrund iðkaði mennskuna til fulls á sínu æviskeiði.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir sendi yfirlýsingu vegna greinarinnar. Þar segir: „Hödd Vilhjálmsdóttir er framúrskarandi ráðgjafi í fjölmiðlun. Hún reyndist mér óbilandi stoð og styrkur allan þann tíma sem við unnum saman. Hennar ákvörðun að stíga frá ráðgjöf mér til handa var fyrirvaralaus en lýsir heilindum því þetta er rétti tímapunkturinn í hennar hjarta til að taka þá ákvörðun. Okkar á milli verður aldrei annað en kærleikur því hann ríkir. Ég er stolt og þakklát fyrir okkar vegferð saman og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér." Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
„Nei, alls ekki,“ segir Hödd aðspurð hvort þetta hætt hennar hafi borið brátt að og verið í leiðindum? En Hödd er búin að fjarlæga allar myndir af sér og frambjóðandanum af Facebook-síðu sinni. „Við sáum þetta bara ekki sömu augum. Ég hef trú á því að einhver annar geti unnið þetta betur með henni. Þetta er topp kona og ég óska henni velfarnaðar.“ Hödd segist hafa viljað fara frá borði fyrr en seinna svo nýr fjölmiðlafulltrúi gæti sett sig inn í starfið með góðum fyrirvara. Hödd hafði verið að vinna fyrir fyrirtæki Sigríðar Hrundar, Vinnupalla, en Sigríður Hrund leitaði svo til hennar fyrir nokkrum mánuðum með að taka að sér þetta starf. Sem segir okkur að hún hefur, líkt og hún sagði sjálf á Stöð 2, verið lengi að undirbúa framboðið. Fjölmiðlafulltrúinn og forsetaframbjóðandinn ekki í takti „Ég sá fram á að við myndum ekki ná sama takti,“ segir Hödd og vísar til þess að Sigríður Hrund hafi ekki alltaf farið eftir óskum hennar eða tilmælum. Óhætt er að segja að framboð Sigríðar Hrundar hafi vakið athygli og hefur hún farið ótroðnar slóðir. Eitt fyrsta verkefni Haddar var að taka á því þegar efnt var til flugeldasýningar bæði til að fagna framboðinu og afmæli Sigríðar Hrundar. Ekki voru leyfi til staðar fyrir flugeldunum og vöktu lætin meðal annars barn. Hödd sagði þá að uppákoman hafi verið hugmynd Baldurs Ingvarssonar eiginmanns Sigríðar Hrundar. Frumleg eftirmæli um sjálfa sig Sigríður Hrund hefur farið frumlegar leiðir við að vekja athygli á sér. Og hún á til að tala óháð tíma og rúmi. Þegar hún tilkynnti um framboð sitt í beinni útsendingu á Stöð 2 talaði hún um sig sem hún væri orðin forseti. Þá vakti grein sem birtist í Morgunblaðinu athygli og kom hún ýmsum spánskt fyrir sjónir þar á meðal háðfuglunum á X. Nýjasta forsetaefni Íslands ákvað bara að skutla í eina grein um sjálfa sig í Morgunblaðið en uppistaða greinarinnar er einhverskonar ímynduð eftirmæli eða minning um hana sjálfa sem manneskju.Og ég sem hélt að ég væri sjálfhverfur... pic.twitter.com/H3PAaLecQz— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 14, 2024 Um er að ræða einskonar viðtal sem slær svo út í að verða drög að minningargrein; „… get ég staðfest að mín eftirmæli, þegar ég flýg 95 ára, verða svohljóðandi: Óhrædd, mild, sterk, djöf, næm, ljúf, breysk, mennsk. Vegferðin var farin með gleði og kærleika að leiðarljósi í sífellu. Það er aðeins eitt kyn – mannkyn og Sigríður Hrund iðkaði mennskuna til fulls á sínu æviskeiði.“ Sigríður Hrund Pétursdóttir sendi yfirlýsingu vegna greinarinnar. Þar segir: „Hödd Vilhjálmsdóttir er framúrskarandi ráðgjafi í fjölmiðlun. Hún reyndist mér óbilandi stoð og styrkur allan þann tíma sem við unnum saman. Hennar ákvörðun að stíga frá ráðgjöf mér til handa var fyrirvaralaus en lýsir heilindum því þetta er rétti tímapunkturinn í hennar hjarta til að taka þá ákvörðun. Okkar á milli verður aldrei annað en kærleikur því hann ríkir. Ég er stolt og þakklát fyrir okkar vegferð saman og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér."
Forsetakosningar 2024 Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42