Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Breiðablik 106-100 | Álftanes vann Breiðablik eftir framlengingu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. janúar 2024 21:18 Álftanes vann torsóttan sigur gegn Breiðablik. Vísir/Anton Álftanes bar sigurorð af Breiðabliki, 106-100, eftir framlengdan leik þegar liðin leiddu saman hesta sína í Forsetahöllina í 14. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og komust mest 21 stigi yfir, 49-28, um miðjan annan leihluta. Þá tóku gestirnir úr Kópavoginum við sér og með Keith Jordan fremstan í flokki náðu gestirnir að saxa jafnt og þétt á forskotið. Staðan var 52-45 í hálfleik Álftanesi í vil. Blikar héldu áfram frá sem frá var horfið undir lok fyrri hálfleiks í þeim seinni. Árni Elmar Hrafnsson sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í þeim seinni, kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að koma Breiðabliki í framlengingu þegar hann jafnaði, 89-89, skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Í framlengingunni var Álftanes sterkari aðilinn og fór að lokum með sex stiga sigur af hólmi. Álftanes komst upp að hlið Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar í þriðja til fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvert um sig unnið níu sigra. Njarðvík er í öðru sæti með 10 sigurleiki og Valur trónir á toppnum með 11 sigra. Breiðablik er enn í næstneðsta sæti með tvo sigra en Haukar eru þar fyrir ofan með þrjá sigra. Þór Þorlákshöfn og Haukar mætast annað kvöld í lokaleik 14. umferðarinnar. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli: Sterkt að vinna hér án fjögurra lykilleikmanna „Við byrjuðum þennan leik mjög sterkt en þeir fóru svo að hitta betur og komu sér þannig inn í leikinn. Keith Jordan var illviðráðanlegur og Árni Elmar skilaði flottum tölum. Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir en náðum að landa þessum sigri sem er sterkt,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. „Það sem ég er stoltastur af er að við erum að spila hér í kvöld án fjögurra leikmanna sem eru framarlega í róteringunni hjá okkur og vinna. Það að Álftanes sé að gera það í úrvalsdeildarleik er mikill áfangi og sýnir hvað við erum komnir langt,“ sagði hann enn fremur. „Við spiluðum erfiðan leik við Grimdavík í síðustu umferð sem fór líka í framlengingu og það fór mikil orka í þann í leik. Ég var mjög ánægður með Cedrick Bowen, Brynjar Magnús, Ragnar og Steinar Snæ í þessum leik. Þetta eru leikmenn sem hafa verið að spila minna í vetur en gripu tækifærið mjög vel,“ sagði þjálfarinn hreykinn. Ívar: Gerðum slæm mistök þegar mest á reyndi „Enn og aftur komum við ofsalega flatir inn í leikinn og það var engin barátta í liðinu framan af. Sem betur fer tókum við okkur saman í andiltinu, þéttum raðirnar og náðum að koma okkur inn í leikinn. Þða var hins vegar því miður ekki nóg,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika. „Ég var mjög ánægður með framlag Árna Elmars í sóknarleiknum og þessi frammistaða er eitthvað sem hann getur byggt á. Við gerðum okkur aftur á móti seka um slæm mistök þegar á hólminn var komið á ögurstundu. Þar voru bakverðirnir of fljótfærir í aðgerðum sínum og við hefðum átt að setja boltann meira inn á Keith Jordan,“ sagði Ívar þar að auki. „Mér fannst reyndar líka halla aðeins á okkur í dómgæslunni, þá sérstaklega undir lokin. Það voru tveir leikmenn villaðir út og voru fimmtu villurnar fyrir litlar sakir að mínu mati. Það þýðir þó ekki að dvelja við það. Nú verðum við bara að taka það jákvæða úr þessum leik og mæta sterkari til leiks frá upphafi í næsta slag,“ sagði hann um framhaldið. Ívar Ásgrímsson var ekki sáttur við hvernig lærisveianr hans mættu til leiks. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Álftanes? Innan herbúða Álftaness eru tveir afar reynslumiklir leikmenn, Haukur Helgi Pálsson Briem og Hörður Axel Vilhjálmsson. Nærvera þeirra inni á vellinum skipti sköpum í framlengingunni. Kunnátta þeirra að loka leikjum var það sem siglri sigrinum heim þegar upp var staðið. Hverjir sköruðu fram úr? Keith Jordan, leikmaður Blika, var stigahæstur á vellinum með 35 stig en hinu megin var það Haukur Helgi sem dró vagninn með sínum 33 stigum. Árni Elmar setti niður stór skot og skilaði 26 stigum í sarpinn hjá gestunum. Cedrick Bowen og Dúi Jónsson voru svo seigir hjá Álftanesi og Sölvi Ólafsson sýndi stáltaugar í mikilvægum skotum fyrir Breiðablik. Hvað gekk illa? Vítanýting leikmanna Altaness var ekki upp á marga fiska en hún var 53% í þessum leik. Betri nýting á þeim vettvangi hefði getað komið þeim undan því að setja þennan leik í framlengingu. Sem dæmi var Dúi Jónsson 6 af 14 af vítalínunni. Hvað gerist næst? Álftanes mætir Grindavík í VÍS-bikarnum á sunnudaginn kemur. Breiðablik fær svo Grindavík í heimsókn Smárann í Subway-deildinni á fimmtudaginn eftir slétta viku og sama kvöld eigast við Njarðvík og Álftanes í Ljónagryfjunni suður með sjó. Subway-deild karla UMF Álftanes Breiðablik
Álftanes bar sigurorð af Breiðabliki, 106-100, eftir framlengdan leik þegar liðin leiddu saman hesta sína í Forsetahöllina í 14. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti og komust mest 21 stigi yfir, 49-28, um miðjan annan leihluta. Þá tóku gestirnir úr Kópavoginum við sér og með Keith Jordan fremstan í flokki náðu gestirnir að saxa jafnt og þétt á forskotið. Staðan var 52-45 í hálfleik Álftanesi í vil. Blikar héldu áfram frá sem frá var horfið undir lok fyrri hálfleiks í þeim seinni. Árni Elmar Hrafnsson sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í þeim seinni, kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að koma Breiðabliki í framlengingu þegar hann jafnaði, 89-89, skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Í framlengingunni var Álftanes sterkari aðilinn og fór að lokum með sex stiga sigur af hólmi. Álftanes komst upp að hlið Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar í þriðja til fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðin hafa hvert um sig unnið níu sigra. Njarðvík er í öðru sæti með 10 sigurleiki og Valur trónir á toppnum með 11 sigra. Breiðablik er enn í næstneðsta sæti með tvo sigra en Haukar eru þar fyrir ofan með þrjá sigra. Þór Þorlákshöfn og Haukar mætast annað kvöld í lokaleik 14. umferðarinnar. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli: Sterkt að vinna hér án fjögurra lykilleikmanna „Við byrjuðum þennan leik mjög sterkt en þeir fóru svo að hitta betur og komu sér þannig inn í leikinn. Keith Jordan var illviðráðanlegur og Árni Elmar skilaði flottum tölum. Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir en náðum að landa þessum sigri sem er sterkt,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. „Það sem ég er stoltastur af er að við erum að spila hér í kvöld án fjögurra leikmanna sem eru framarlega í róteringunni hjá okkur og vinna. Það að Álftanes sé að gera það í úrvalsdeildarleik er mikill áfangi og sýnir hvað við erum komnir langt,“ sagði hann enn fremur. „Við spiluðum erfiðan leik við Grimdavík í síðustu umferð sem fór líka í framlengingu og það fór mikil orka í þann í leik. Ég var mjög ánægður með Cedrick Bowen, Brynjar Magnús, Ragnar og Steinar Snæ í þessum leik. Þetta eru leikmenn sem hafa verið að spila minna í vetur en gripu tækifærið mjög vel,“ sagði þjálfarinn hreykinn. Ívar: Gerðum slæm mistök þegar mest á reyndi „Enn og aftur komum við ofsalega flatir inn í leikinn og það var engin barátta í liðinu framan af. Sem betur fer tókum við okkur saman í andiltinu, þéttum raðirnar og náðum að koma okkur inn í leikinn. Þða var hins vegar því miður ekki nóg,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Blika. „Ég var mjög ánægður með framlag Árna Elmars í sóknarleiknum og þessi frammistaða er eitthvað sem hann getur byggt á. Við gerðum okkur aftur á móti seka um slæm mistök þegar á hólminn var komið á ögurstundu. Þar voru bakverðirnir of fljótfærir í aðgerðum sínum og við hefðum átt að setja boltann meira inn á Keith Jordan,“ sagði Ívar þar að auki. „Mér fannst reyndar líka halla aðeins á okkur í dómgæslunni, þá sérstaklega undir lokin. Það voru tveir leikmenn villaðir út og voru fimmtu villurnar fyrir litlar sakir að mínu mati. Það þýðir þó ekki að dvelja við það. Nú verðum við bara að taka það jákvæða úr þessum leik og mæta sterkari til leiks frá upphafi í næsta slag,“ sagði hann um framhaldið. Ívar Ásgrímsson var ekki sáttur við hvernig lærisveianr hans mættu til leiks. Vísir/Anton Brink Af hverju vann Álftanes? Innan herbúða Álftaness eru tveir afar reynslumiklir leikmenn, Haukur Helgi Pálsson Briem og Hörður Axel Vilhjálmsson. Nærvera þeirra inni á vellinum skipti sköpum í framlengingunni. Kunnátta þeirra að loka leikjum var það sem siglri sigrinum heim þegar upp var staðið. Hverjir sköruðu fram úr? Keith Jordan, leikmaður Blika, var stigahæstur á vellinum með 35 stig en hinu megin var það Haukur Helgi sem dró vagninn með sínum 33 stigum. Árni Elmar setti niður stór skot og skilaði 26 stigum í sarpinn hjá gestunum. Cedrick Bowen og Dúi Jónsson voru svo seigir hjá Álftanesi og Sölvi Ólafsson sýndi stáltaugar í mikilvægum skotum fyrir Breiðablik. Hvað gekk illa? Vítanýting leikmanna Altaness var ekki upp á marga fiska en hún var 53% í þessum leik. Betri nýting á þeim vettvangi hefði getað komið þeim undan því að setja þennan leik í framlengingu. Sem dæmi var Dúi Jónsson 6 af 14 af vítalínunni. Hvað gerist næst? Álftanes mætir Grindavík í VÍS-bikarnum á sunnudaginn kemur. Breiðablik fær svo Grindavík í heimsókn Smárann í Subway-deildinni á fimmtudaginn eftir slétta viku og sama kvöld eigast við Njarðvík og Álftanes í Ljónagryfjunni suður með sjó.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti