Reiðilestur Keane um mjúka United menn stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 11:30 Roy Keane vinnur sem sérfræðingur í sjónvarpi en nú er hann alveg kominn með nóg af ástandinu hjá sínu gamla félagi. Getty/Richard Sellers Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, stal fyrirsögnunum á baksíðum margra enskra blaða í morgun en hann hraunar þar yfir sitt gamla félag. Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun. Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Keane segir miklu auðveldara að mæta United í dag heldur en hér á árum áður. Hann segir að félagið sé orðið ‚soft' eins og hann kallar það og að enginn andstæðingur óttist það lengur að spila á móti United. Blöð eins og Daily Express, Daily Star og Daily Mirror slá þessu öll upp á baksíðum sínum í morgun. Það er mikil pressa á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag enda hefur liðið þegar tapað fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Keane varð sjö sinnum enskur meistari með United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Félagið hefur ekki orðið meistari síðan 2013. „Þið eruð Manchester United og byrðin er á ykkur, meira að segja þegar þið erum á heimavelli. Sýnið vöðvana og það sem er mikilvægara látið andstæðinga ykkar óttast ykkur á ný. Þegar liðin mæta United í dag þá óttast þau ekki liðið lengur. Ég held að liðin hafi bara gaman af því að mæta á Old Trafford og njóta þess að spila þar,“ sagði Roy Keane. „Þeir spila ekki saman sem lið og ég veit ekki hvort leikmenn séu hreinlega að kaupa hugmyndir knattspyrnustjórans. Þegar þú sérð United þá veistu ekki á hverju er von. Ég horfði á leik þeirra á móti Wigan í síðustu viku og bjóst við því að þeir gætu skorað fjögur eða fimm mörk,“ sagði Keane. „Meira segja í þeim leik þurftu þeir vítaspyrnu til þess að koma boltanum yfir línuna. Þeir voru ekki góðir með boltann. Það er líka eins og þeir séu ekki nægilega miklir íþróttamenn,“ sagði Keane. Hann vill líka sjá meiri persónuleika frá knattspyrnustjóranum sem þykir með þeim þurrari í boltanum. Hér fyrir neðan má sjá baksíður blaðanna í morgun.
Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira