„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir lætur af störfum sem formaður KSÍ eftir mánuð. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér. Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson. KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Í gær tilkynnti KSÍ að samningur Hareides hefði verið framlengdur til ársloka 2025. Uppsagnarákvæði er við lok Þjóðadeildarinnar í nóvember í ár en samningurinn framlengist sjálfkrafa ef Ísland kemst í umspil um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig sjálfkrafa ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Hareide tók við íslenska landsliðinu í apríl í fyrra og hefur stýrt því í tíu leikjum. „Við erum ánægð með hans störf og viljum halda áfram á þessari vegferð því það er stutt síðan hann tók við,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. „Samstarfið hefur gengið mjög vel og starfsfólkið er ánægt með hann.“ Vanda hættir sem formaður KSÍ í næsta mánuði og í ljósi þess þykir mörgum sérkennilegt að ákveðið hafi verið að framlengja samning Hareides. „Í fyrsta lagi vil ég segja að þetta er alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar. Það stendur í lögum KSÍ að stjórn ráði landsliðsþjálfara, ekki formaður. Þetta er ákvörðun stjórnar KSÍ,“ sagði Vanda. Åge Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari karla 14. apríl í fyrra.vísir/egill Hún skilur gagnrýnina á að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar formaður, framkvæmdastjóri og hluti stjórnar KSÍ er á útleið. „Við erum meðvituð um þetta, þótt öll stjórnin sé ekki að hætta, og þar af leiðandi erum við með þessi uppsagnar- og framlengingarákvæði fyrir báða aðila. Okkur fannst að þetta væri það sem væri rétt og ábyrgt að gera, að halda áfram á þessari vegferð sem við erum á og fá stöðugleika. Við erum mjög ánægð með hans störf og hann er með stórglæsilega ferilskrá,“ sagði Vanda. „En af því að það eru að verða breytingar vildum við hafa þessi ákvæði fyrir báða aðila, að þegar Þjóðadeildinni lýkur í nóvember sé þessi gluggi. En ég vona að þetta gangi svo vel og við séum að fara á stórmót og það þurfi að nota framlengingarákvæðið en ekki uppsagnarákvæðið.“ Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er leikur gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um að komast á EM í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram 21. mars. Sigurvegarinn í viðureigninni mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM fimm dögum síðar. Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins 24. febrúar næstkomandi. Tveir hafa boðið sig fram til formanns; Guðni Bergsson, sem var formaður KSÍ á undan Vöndu, og Þorvaldur Örlygsson.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira