Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 22:32 Einn keppandi var sendur heim í kvöld. Það eru því sex keppendur eftir. Næsta úrslitakvöld fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 næstkomandi föstudagskvöld. Gotti B Annar þáttur Idolsins í beinni útsendingu fór fram í Idolhöllinni í kvöld. Þátturinn var æsispennandi, sjö keppendur mættu til leiks en aðeins sex komust áfram í lok kvölds. Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og keppendur fluttu af því tilefni 80s-lög sem endurspegluðu áratuginn. Eins og fyrsta kvöldið voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu. Í síðasta þætti var met slegið í símakosningunni en það met var slegið í kvöld og hafa aldrei áður borist jafn mörg atkvæði í sögu keppninnar. Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt gærkvöldsins - ekki lesa lengra. Þegar niðurstaða úr símakosningunni var kynnt kom í ljós að það var söngkonan Birgitta sem þurfti að taka pokann sinn. Hún flutti ódauðlega hittarann Holding Out For a Hero sem Bonnie Tyler samdi fyrir myndina Footloose. Birgitta fékk mjög jákvæða umsögn frá ölllum dómurunum sem voru ánægðir að sjá hana demba sér í rokkið og sagði Bríet: „Þú varst í kvöld að sýna okkur nýja hlið sem er mjög mikilvægt en ég fann að þér fannst það smá óþægilegt, það var einhver smá dofi yfir þér. En það er af því þú ert að stækka og þegar maður er að stækka þarf maður að prófa eitthvað nýtt.“ Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu náði Birgitta ekki að vinna áhorfendur á sitt band.Vísir/Gotti „Þú ert geggjuð rokkstjarna allt í einu. Algjör hetja og mjög hressandi að heyra þig í þessum heimi,“ sagði Daníel Ágúst sem skynjaði þó smá óöryggi í byrjun. „Þetta var svakalegur flutningur og þú kemur mér alltaf meira og meira á óvart,“ sagði Herra Hnetusmjör og bætti við „Því lengra sem þú komst inn í lagið og þarna undir lokin var þetta bara galið. Takk fyrir.“ Nú eru sex keppendur eftir í Idolinu þau Elísabet, Stefán Óli, Ólafur Jóhann, Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney. Næsta úrslitakvöld fer fram næstkomandi föstudagskvöld, aftur í beinni útsendingu frá Fossaleyni. Idol Tónlist Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og keppendur fluttu af því tilefni 80s-lög sem endurspegluðu áratuginn. Eins og fyrsta kvöldið voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu. Í síðasta þætti var met slegið í símakosningunni en það met var slegið í kvöld og hafa aldrei áður borist jafn mörg atkvæði í sögu keppninnar. Höskuldarviðvörun - ef þú hefur ekki horft á Idol þátt gærkvöldsins - ekki lesa lengra. Þegar niðurstaða úr símakosningunni var kynnt kom í ljós að það var söngkonan Birgitta sem þurfti að taka pokann sinn. Hún flutti ódauðlega hittarann Holding Out For a Hero sem Bonnie Tyler samdi fyrir myndina Footloose. Birgitta fékk mjög jákvæða umsögn frá ölllum dómurunum sem voru ánægðir að sjá hana demba sér í rokkið og sagði Bríet: „Þú varst í kvöld að sýna okkur nýja hlið sem er mjög mikilvægt en ég fann að þér fannst það smá óþægilegt, það var einhver smá dofi yfir þér. En það er af því þú ert að stækka og þegar maður er að stækka þarf maður að prófa eitthvað nýtt.“ Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu náði Birgitta ekki að vinna áhorfendur á sitt band.Vísir/Gotti „Þú ert geggjuð rokkstjarna allt í einu. Algjör hetja og mjög hressandi að heyra þig í þessum heimi,“ sagði Daníel Ágúst sem skynjaði þó smá óöryggi í byrjun. „Þetta var svakalegur flutningur og þú kemur mér alltaf meira og meira á óvart,“ sagði Herra Hnetusmjör og bætti við „Því lengra sem þú komst inn í lagið og þarna undir lokin var þetta bara galið. Takk fyrir.“ Nú eru sex keppendur eftir í Idolinu þau Elísabet, Stefán Óli, Ólafur Jóhann, Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney. Næsta úrslitakvöld fer fram næstkomandi föstudagskvöld, aftur í beinni útsendingu frá Fossaleyni.
Idol Tónlist Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira