Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2024 14:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem hefur meira en nóg að gera að skipuleggja ný verkefni á nýju ári í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira