Útskýra fjarveru Gylfa: „Aðstæður í Danmörku ekki ákjósanlegar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby í haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Getty/Lars Ronbog Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið útskýrir af hverju íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki æft með liðinu undanfarnar vikur. Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við. Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við.
Danski boltinn Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira