Útskýra fjarveru Gylfa: „Aðstæður í Danmörku ekki ákjósanlegar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson gekk í raðir Lyngby í haust eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Getty/Lars Ronbog Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið útskýrir af hverju íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki æft með liðinu undanfarnar vikur. Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við. Danski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Danska félagið segir á heimasíðu sinni að það sé góð og gild ástæða fyrir því að Gylfi hafi ekki komið til móts við liðið á æfingasvæði félagsins, Lundtoftevej. Ástæðan sé sú að Gylfi hafi orðið fyrir álagsmeiðslum eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sé nú á leið til Spánar þar sem hann muni ganga í gegnum endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður. GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til. Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024 Í tilkynningu félagsins segir að eftir langa fjarveru Gylfa frá knattspyrnuivellinum hafi vel mátt búast við að slík meiðsli myndu taka sig upp. Eins og flestir vita var Gylfi lengi frá æfingum og keppni eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi, en þær ásakanir hafa verið látnar niður falla. Þá segir einnig að Gylfi hafi haldið heim til Íslands þegar vetrarfríið tók við til að hefja endurhæfingu sína, en muni nú fljótlega halda til Spánar. „Það er engin spurning um að við myndum að sjálfsögðu vilja hafa Gylfa í toppformi með okkur á æfingum nú þegar,“ segir Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby um stöðu leikmannsins. „En við vissum að það væri möguleiki á einhverjum fylgikvillum eftir að hafa ekki spilað fótbolta svona lengi. Aðstæður í Danmörku eru ekki ákjósanlegar í augnablikinu fyrir enduehæfingu Gylfa, þannig það er frábært að sjá að hann er staðráðinn í því að koma sterkari til baka, og að hann sé tilbúinn að leggja þetta extra á sig hjá sérfræðingum á Spáni.“ „Bæði við, og Gylfi, vonumst til að hann verði kominn aftur inn í hópinn þegar við leggjum af stað í æfingaferð 2. febrúar,“ bætti Kjeldsen við.
Danski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira