Þá hefur Timberlake birt stiklu fyrir nýja plötu á samfélagsmiðlum og bút úr laginu Selfish. Platan, sem er sú sjötta sem Timberlake gefur út, ber nafnið Everything I Thought It Was. Síðast gaf Timberlake út plötuna Man of the Woods árið 2018.
Stikluna fyrir plötuna nýju má sjá hér að neðan. Leikarinn Benicio del Toro les inn á stikluna.
Í frétt Billboard segir að birting stiklunnar eigi sér stuttan aðdraganda en nokkrar vísbendingar hafi litið dagsins ljós. Timberlake byrjaði á því að þurrka út af samfélagsmiðlum sínum snemma á árinu. Hann hefur þar að auki verið kynntur sem gestur í þætti Jimmy Fallon í næstu viku og mun spila tónlist í Saturday Night Live næstu helgi.
Hér að neðan má heyra hluta úr laginu Selfish, sem hefur ekki enn verið gefið út.