Arion banki hélt glæsilega árshátíð í Hörpu á laugardagskvöld og var öllu til tjaldað. Rapparinn og stjarnan Emmsjé Gauti var meðal þeirra sem kom fram og birti hann myndband af sér þar sem hann tók almennilega dýfu inn í áhorfendahópinn og flaut ofan á árshátíðargestum.
Þorrablótin fóru hátt um helgina hjá félögum á borð við ÍA og Aftureldingu. Sömuleiðis var Þorrablót á Selfossi þar sem Hjálmar Örn var meðal skemmtikrafta og segist hafa snert píanó í fyrsta skipti síðan 1984.
Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Með forsetahjónunum í Hörpu
Tvíeykið og skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn stóðu fyrir viðburði í Hörpu í gær til styrktar Krafti Cancer. Þar gat fólk mætt til að perla „Lífið er núna“ armbönd og minnir Eva á að lífið sé sannarlega núna. Þá segist hún koma til með að sjá eftir forseta og forsetafrú sem mættu á viðburðinn og birti Eva mynd með þeim.
Verðandi mamma og pabbi
Það styttist óðfluga í að raunveruleikastjarnan og markaðsstjórinn Birgitta Líf Björnsdóttir eignist frumburð sinn ásamt sambýlismanni sínum Enok Jónssyni. Þau fóru í paramyndatöku hjá Ínu Maríu sem er með Birgittu í þáttunum LXS.
Skíðaskvísur
Fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir skelli sér í skíðaferð til Saalbach-Hinterglemm ásamt góðum vinum og birti myndaseríu af sér í smart skíðaklæðnaði. Lífið virðist sannarlega hafa leikið við þessa skvísu í brekkunni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, kíkti til Siglufjarðar með vinkonum sínum og fór að sjálfsögðu á skíði. Hún skartaði bláum heilgalla en það virðist ekki fara á milli mála að hún er hrifin af bláa litnum.
Ofurhlauparinn Mari Jarsk rokkaði upphá bleik moonboots í Bláfjöllum um helgina. Hún skrifaði á Instagram að það bjargi einfaldlega geðheilsunni sinni að fara út að leika.
Leikkonan Kristín Pétursdóttir naut sín vel í vikufríi á skíðasvæði í Speiereck með kærastanum sínum Þorvari Bjarma Harðarsyni ásamt góðum vinum á borð við markaðsstjórann Ásthildi Báru Jensdóttur og yfirbarþjóninn Odd Atlason.
Glamúr og gleði
Fótboltakappinn Garðar Gunnlaugsson gerði sér dagamun og mætti á óperuna ásamt bræðrum sínum, konu og vinum í Iðnó um helgina. Tónleikagestir skörtuðu sínu allra fínasta pússi.
Skvísan og áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir klæddist svörtu og hvítu á árshátíð í Hörpu um helgina.
Svokallað Mob-wife (mafíu-eiginkonu) tísku æði hefur gripið samfélagsmiðla að undanförnu og áhrifavaldar á borð við Sunnevu Einars og Heiði Ósk hafa deilt myndum af sér í þessum mob-wife stíl. Ljósmyndarinn og listakonan Saga Sigurðardóttir er hrifin af stílnum og birti myndir af sér um helgina í þeim anda.
Danskennarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir er sömuleiðis komin á mob-wife vagninn.
Stjórnmálakonan Kristrún Frostadóttir mætti í þakkarboð Dags B. Eggertssonar í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Hún skrifaði færslu á Instagram þar sem hún þakkar Degi fyrir störf sín sem borgarstjóri.
Gummi Kíró náði að hlaða batteríin vel um helgina.
Íslendingar í sólinni
Vinkonurnar Hulda Halldóra og Þórhildur Þorkelsdóttir njóta lífsins saman á Tenerife um þessar mundir. Fleiri Íslendingar sækja í sólina á þessum dimmu og köldu tímum en söngvarinn Friðrik Ómar tók sér mánaðarfrí eftir jólatónleika törnina og nýtur lífsins í Miami. Á Instagram síðu sinni skrifar hann að hann elski öfgar og því hlýtur að vera gott að hlaða batteríin vel.
Handboltinn
Margir Íslendingar skelltu sér á leik í Þýskalandi til þess að sjá handboltastrákana okkar keppa. Útvarpsfólkið Kristín Ruth, Rikki G og Egill Ploder skelltu sér en saman sjá þau um morgunþáttinn Brennsluna á FM957.
Inga Tinna, eigandi Dineout, skellti sér sömuleiðis á leik og segist hafa smitast af handboltabakteríunni. Hún er í sambandi með fyrrum handboltakappanum og athafnarmanninum Loga Geirs.
Idol
Glamúrinn og tónlistargleðin var í hávegum höfð á föstudagskvöld í live þætti Idolsins. Dómarinn og söngkonan Bríet leggur alltaf mikinn metnað í klæðaburð sinn og var glæsileg í öllu rauðu.
Herra Hnetusmjör var sömuleiðis brattur í ljósbrúnum jakkafötum.