Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 10:15 Ísraelskir hermenn við Khan Younis. Ísraelski herinn Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, sagði frá umræddri árás í morgun. Hermenn voru að koma fyrir sprengjum í tveimur byggingum, með því markmiði að jafna þær við jörðu, þegar Hamas-liðar skutu sprengjum að skriðdreka sem var þar nærri. Þetta var nærri landamærum Gasastrandarinnar, þar sem herinn vinnur að því að mynda ákveðið einskismannsland og eru hús nærri landamærunum því jöfnuð við jörðu. Þegar sprengjunni var skotið að skriðdrekanum lítur út fyrir að sprengjurnar í byggingunum tveimur hafi einnig sprungið, samkvæmt Hagari, og hrundu húsin á hermenn sem voru þar inni og nærri þeim. Þrír hermenn til viðbótar féllu í öðrum átökum á Gasaströndinni í gær. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, skrifaði á X (áður Twitter) í morgun að gærdagurinn hefði verið einhver sá erfiðasti frá því stríð Ísrael og Hamas hófst á Gasaströndinni. Hernaðinum yrðu þó haldið áfram. Forsætisráðherrann hét fullnaðarsigri og samkvæmt frétt Reuters hefur hann einnig heitið því að frelsa þá rúmlega hundrað gísla sem enn eru í haldi Hamas-liða. Netanjahú er þó undir miklum þrýstingi frá almenningi í Ísrael en AP fréttaveitan segir Ísraela efast sífellt meira um það að mögulegt sé að ná þessum tveimur markmiðum. Til marks um þann þrýsting sem Netanjahú stendur frammi fyrir ruddust aðstandendur gísla í haldi Hamas inn í ísraelska þingið, þar sem þau hvöttu þingmenn til að beita sér fyrir friði og viðræðum. Hernaður Ísraela á Gasaströndinni hefur valdið því að flestir af 2,3 milljón íbúum svæðisins eru á vergangi og áætla Sameinuðu þjóðirnar að einn af hverjum fjórum standi frammi fyrir hungursneyð. Ástandið sé gífurlega alvarlegt. Þá er áætlað að minnst 25 þúsund Palestínumenn liggi í valnum. Þar á meðal eru bæði óbreyttir borgarar og Hamas-liðar. Telja þúsundir vígamanna liggja í valnum Wall Street Journal sagði nýverið frá því að sérfræðingar leyniþjónusta Bandaríkjanna teldu að ísraelskir hermenn hefðu fellt um tuttugu til þrjátíu prósent allra Hamas-liða en þeir eru taldir hafa verið um tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund talsins þegar átökin hófust. Bandaríkjamenn áætla að Ísraelar hafi sært milli 10.500 og 11.700 vígamenn. Ísraelar telja sig hafa fellt um níu þúsund Hamas-liða í átökunum og rúmlega þúsund sem réðust á Ísrael þann 7. október. Þeir telja allt að sextán þúsund Hamas-liða hafa særst og að um helmingur þeirra hafi særst svo alvarlega að þeir geti ekki barist áfram. Rúmlega tvö hundruð ísraelskir hermenn hafa fallið frá því innrásin á Gasa hófst og um 1.200 hafa særst. Starfa í smærri hópum Hamas-liðar eru sagðir hafa brugðist við mannfallinu með því að starfa í smærri hópum og vera í felum, milli þess sem þeir reyna að sitja fyrir ísraelskum hermönnum í umsátrum. Þeir nota umfangsmikil göng undir Gasaströndinni til að sitja fyrir ísraelskum hermönnum. Göngin geta þeir notað til að komast hjá eftirliti í lofti og stinga upp kollinum bakvið víglínuna og skjóta sprengjum aftan að hermönnum. Útgangar geta verið í kjöllurum bygginga, þar sem Hamas-liðar koma upp, skjóta út um glugga og flýja svo aftur ofan í göngin, sem dæmi. Hamas birti meðfylgjandi myndband í gær, sem á að sýna vígamenn sitja fyrir hermönnum í og við Jabalia Al-Balad, sem er á norðurhluta Gasastrandarinnar. Annað en svipað myndband frá því í nóvember má sjá hér. Það sýnir jafnvel betur hvernig göngin eru notuð. Harðir bardagar hafa geysað víða á Gasaströndinni en Ísraelar hafa beitt sér hvað mest við borgina Khan Younis á suðurhluta Gasa, þar sem þeir segjast hafa svo gott sem sigrað Hamas á norðurhlutanum. Ísraelar segja leiðtoga Hamas-samtakanna mögulega vera í felum í umfangsmiklu gangnakerfi undir Khan Younis, sem er heimabær Yehya Sinwar, æðsta leiðtoga samtakanna á Gasaströndinni. Þessir leiðtogar eru einnig taldir halda gíslum. Talsmenn hersins segja tugi Hamas-liða hafa verið fellda í átökum í Khan Younis í nótt. The IDF says that overnight it completed the encirclement of southern Gaza's Khan Younis, killing dozens of Hamas operatives in the process.The 98th Division led a major push into the western part of Khan Younis over the past day, with the 7th Armored Brigade and Givati Brigade pic.twitter.com/vJeCQrVZHk— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 23, 2024
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23 Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49 Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk. 23. janúar 2024 06:23
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. 21. janúar 2024 14:49
Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. 20. janúar 2024 10:03