Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2024 17:58 Veldi World Class stækkar og stækkar. Vísir Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. Viðskiptablaðið greinir frá. Innherji greindi frá því í desember að World Class hefði fengið samþykkt kauptilboð með þeim fyrirvara að byggingarleyfi fengist til að stækka fasteignina úr 660 fermetrum í um 1500 fermetra. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði þá að Garðabær hefði til 28. desember til að gefa grænt ljós á breytingar því annars myndi hann hætta við kaupin. Kaupsamningur var þinglýstur þann 29. desember. Garðabær segist enga ákvörðun hafa tekið um breytingar á skipulagi enda málið ekki enn verið til umfjöllunar hjá bænum. Sjáland var opnaður í maí 2020.vísir/Vilhelm Björn, sem er eigandi World Class ásamt konu sinni Hafdísi Jónsdóttur og bróður sínum Sigurði Leifssyni, sagði við Innherja að staðsetningin væri algjör gimsteinn. Fallegt útivistarsvæði með útsýni yfir sjó, nokkuð af bílastæðum og mikil byggð í kring. 450 fermetrar neðanjarðar Til stendur að hafa einn leikfimisal og búningsklefa í 450 fermetra rými neðanjarðar. Ofanjarðar verði líkamsræktarsalur, gufur og pottar með útsýni yfir sjóinn. Veitingastaður yrði í húsnæðinu sem leigður væri út. Næstu World Class stöðvar eru í Dalshrauni í Hafnarfirði og Smáralind í Kópavogi. Í haust var veitingastaðurinn Sjáland tekinn til gjaldþrotaskipta. Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs sem leigði veitingareksturinn til Gourmet. Fasteign félagsins var bókfærð á 332 milljónir króna árið 2022 og eigið fé fyrirtækisins var 78 milljónir króna. Arnarnesvogur er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Hjónin Björn og Hafdís Jónsdóttir eiga saman um 73 prósenta hlut í World Class á móti Sigurði Leifssyni, bróður Björns. Félagið Laugar, sem heldur utan um reksturinn, hagnaðist um 433 milljónir árið 2022 og eigið fé var 960 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið var 40 prósent. Hjónin hafa nú í sex ár verið með einbýlishús í byggingu við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ sem er í þokkalegri göngu- eða hjólafjarlægð frá Sjálandi. Fram kom í Fréttablaðinu árið 2017 að Björn hefði í hyggju að opna World Class stöð í Garðabæ og nú er það orðið að veruleika. World Class verður því með stöðvar í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en Garðarbær er eina sveitarfélagið án stöðvar sem stendur. Uppfært klukkan 19:25 Ásta Sigrún Magnúsdóttir, samskiptastjóri Garðabæjar, segir í tölvupósti til fréttastofu að Garðabær sé ekki á nokkurn hátt hluti af kauptilboði eða samnings World Class við eigendur Sjálands. Málið sé formlega ekki komið inn á borð bæjarins og því ekki búið að taka afstöðu til þess. Það hefur þó verið kynnt bænum sem hugmynd. Þegar málið komi formlega inn á borð Garðabæjar verði farið ofan í saumana á því meðal annars hvað í því felst varðandi deiliskipulag og svæðisskipulag. Þangað til hafi bærinn hvorki gefið World Class svör, af eða á. Líkamsræktarstöðvar Garðabær Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá. Innherji greindi frá því í desember að World Class hefði fengið samþykkt kauptilboð með þeim fyrirvara að byggingarleyfi fengist til að stækka fasteignina úr 660 fermetrum í um 1500 fermetra. Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, sagði þá að Garðabær hefði til 28. desember til að gefa grænt ljós á breytingar því annars myndi hann hætta við kaupin. Kaupsamningur var þinglýstur þann 29. desember. Garðabær segist enga ákvörðun hafa tekið um breytingar á skipulagi enda málið ekki enn verið til umfjöllunar hjá bænum. Sjáland var opnaður í maí 2020.vísir/Vilhelm Björn, sem er eigandi World Class ásamt konu sinni Hafdísi Jónsdóttur og bróður sínum Sigurði Leifssyni, sagði við Innherja að staðsetningin væri algjör gimsteinn. Fallegt útivistarsvæði með útsýni yfir sjó, nokkuð af bílastæðum og mikil byggð í kring. 450 fermetrar neðanjarðar Til stendur að hafa einn leikfimisal og búningsklefa í 450 fermetra rými neðanjarðar. Ofanjarðar verði líkamsræktarsalur, gufur og pottar með útsýni yfir sjóinn. Veitingastaður yrði í húsnæðinu sem leigður væri út. Næstu World Class stöðvar eru í Dalshrauni í Hafnarfirði og Smáralind í Kópavogi. Í haust var veitingastaðurinn Sjáland tekinn til gjaldþrotaskipta. Húsnæðið er í eigu Arnarnesvogs sem leigði veitingareksturinn til Gourmet. Fasteign félagsins var bókfærð á 332 milljónir króna árið 2022 og eigið fé fyrirtækisins var 78 milljónir króna. Arnarnesvogur er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Hjónin Björn og Hafdís Jónsdóttir eiga saman um 73 prósenta hlut í World Class á móti Sigurði Leifssyni, bróður Björns. Félagið Laugar, sem heldur utan um reksturinn, hagnaðist um 433 milljónir árið 2022 og eigið fé var 960 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið var 40 prósent. Hjónin hafa nú í sex ár verið með einbýlishús í byggingu við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ sem er í þokkalegri göngu- eða hjólafjarlægð frá Sjálandi. Fram kom í Fréttablaðinu árið 2017 að Björn hefði í hyggju að opna World Class stöð í Garðabæ og nú er það orðið að veruleika. World Class verður því með stöðvar í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en Garðarbær er eina sveitarfélagið án stöðvar sem stendur. Uppfært klukkan 19:25 Ásta Sigrún Magnúsdóttir, samskiptastjóri Garðabæjar, segir í tölvupósti til fréttastofu að Garðabær sé ekki á nokkurn hátt hluti af kauptilboði eða samnings World Class við eigendur Sjálands. Málið sé formlega ekki komið inn á borð bæjarins og því ekki búið að taka afstöðu til þess. Það hefur þó verið kynnt bænum sem hugmynd. Þegar málið komi formlega inn á borð Garðabæjar verði farið ofan í saumana á því meðal annars hvað í því felst varðandi deiliskipulag og svæðisskipulag. Þangað til hafi bærinn hvorki gefið World Class svör, af eða á.
Líkamsræktarstöðvar Garðabær Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira