Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 22:00 Þungt hefur verið yfir Ríkisútvarpinu undanfarið vegna stórrar ákvörðunar sem þarf að taka. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent