Lyfjafræðingar kalla eftir skýrari reglum um skaðaminnkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 23. janúar 2024 23:38 Fréttamaður náði tali af Sigurbjörgu, formanni Lyfjafræðingafélagsins, í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Lyfjafræðingar funda í kvöld um skaðaminnkun í lyfjameðferð. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir lyfjafræðinga kalla eftir faglegu verklagi og skýrari reglum í tengslum við skaðaminnkun. Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“ Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þegar viðburðurinn var auglýstur meðal lyfjafræðinga er sögð hafa orðið sprenging í eftirsókn. Sjötíu lyfjafræðingar mættu á fundinn og enn fleiri nálguðust hann í gegn um fjarfundarbúnað. „Ég held að þetta sé hárréttur viðburður á hárréttum tíma. Við lyfjafræðingar erum allir af vilja gerðir. Við viljum aðstoða heilbrigðiskerfið og getum gert svo miklu meira. En við erum að kalla á eftir faglegu verklagi,“ segir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Sigurbjörg segir lyf sem skilgreind eru sem ávana- og fíknilyf oft mjög vandmeðfarin í ávísun og afgreiðslu. Heilbrigðisstarfsmenn geti misst starfsleyfi ávísi eða afgreiði þeir umfram það sem þeir mega. „Og það er það sem við erum að kalla á eftir, við þurfum aðeins skýrari reglur,“ segir hún. Býstu við að einhverjar lausnir komi fram á fundinum? „Það yrði náttúrlega frábært ef það yrðu það miklar umræður að það kæmu kannski einhverjar lausnir í kjölfarið. En við erum að fræða lyfjafræðinga um lausnir annars staðar í heiminum. Til dæmis Noregi. Og við verðum að sjá hvað kemur út úr því.“ Sigurbjörg segir skaðaminnkun ganga út á að mæta einstaklingnum af virðingu og eins og hann er. „En það má ekki vera þannig að við sem apótek hegðum okkur eins og einhverjir sjálfsalar. Við þurfum náttúrlega að fá skýrt, hvað er það sem er minni skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni.“
Lyf Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira