True Detective sigur fyrir íslenska kvikmyndagerð Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2024 11:21 Stórleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverkið í nýrri seríu af True Detective. Þáttaröðin hefur slegið rækilega í gegn. Gríðarleg ánægja er með hvernig til tókst með þáttaröðina True Detective og hefur HBO boðið öllum aðstandendum á sérstaka hátíðarsýningu sem verður í Smárabíói á laugardaginn. Þáttaröðin er tekin að verulegu leyti á Íslandi og verða tveir fyrstu þættirnir sýndir. Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 og hafa þessir þættir þegar ratað fyrir augu áskrifenda þar. Lengi vel stóð til að stjörnur þáttanna, þær Jodie Foster og Kali Reis, kæmu til að vera viðstaddar þessa hátíðarsýningu en á síðustu stundu breyttist það. Hins vegar kemur teymi frá HBO, leikstjórinn, framleiðandinn og fleiri kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood sérstaklega af þessu tilefni. Íslenskt kvikmyndateymi sannað sig í meistaradeildinni „Þetta er sérstök þakkarsýning,“ segir Leifur B. Dagfinnsson hjá kvikmyndafyrirtækinu Truenorth sem hafði veg og vanda af öllu því sem sneri að tökum á Íslandi. „Þetta verður húllumhæ. HBO gerir þetta yfirleitt ekki en núna, sem sérstakan þakklætisvott til Íslendinga og ríkisstjórnar Íslands. Til stóð að þessi sýning yrði fyrr í ferlinu, en svo var því seinkað því hugsanlegt var að Jodie kæmist en svo breyttist það aftur.“ Leifur segir mikla ánægju á öllum vígstöðvum með hvernig til tókst. Hann er nýkominn frá Los Angeles þar sem haldin var sérstök frumsýning. Og var þá mikið um dýrðir. „Mér skilst að stúdíóin séu hætt að vera með sérstakar frumsýningar en þegar vel til tekst gera þau það og er þá öllu til tjaldað. Gaman að sjá þetta. En þau ytra eru rosalega þakklátt með okkar framlag í þessu. Sem er snilld. Íslenska kvikmyndatökuteymið er búið að sanna sig í meistaradeildinni og frábært að segja af því.“ Hamingjuóskum rignir inn Leifur sat sérstakan fund með forsvarsmönnum fyrirtækis Steve Golin heitins Anonymous Content en hann og Sigurjón Sighvats voru stofnendur Propaganda Films í árdaga. „Þetta er framleiðslufyrirtæki fyrir handritshöfunda og þeir störtuðu fyrstu seríunni með þeim Woody Harrelsson og Matthew McConaughey. Þeir fá áfram sín kredit sem er merkilegt. Og þeir eru verulega ánægðir og þökkuðu mér fyrir að passa svona vel uppá „brandið“ þeirra. Já, okkur eru að berast kveðjur og hamingjuóskir víðsvegar að. Gaman þegar vel tekst til.“ Leifur segir íslenska kvikmyndagerðarmenn nú hafa sannað sig í meistaradeildinni.Truenorth Spurt er hvort þetta þýði þá ekki áframhaldandi framleiðslu og allsherjar hamingju. Leifur segist í það minnsta vonast til þess. Endurgreiðslan geri sitt og svo uppbygging kvikmyndavera sem hér hefur átt sér stað. „Þetta opnar klárlega á slík tækifæri. En þetta er allt í endurskoðun. Mér finnst allt vera sex mánuðum á eftir áætlun. Verkfall handritshöfunda ytra og svo leikara settu strik í reikninginn en svo á eftir að koma í ljós á vormánuðum hvað verður. Við erum að klára seríu núna, Darkness sem gerð er eftir bókum Ragnars Jónassonar en það er Lasse Hallström sem leikstýrir. Það heldur okkur við efnið.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00 „Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. 19. janúar 2024 13:53 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Þáttaröðin er tekin að verulegu leyti á Íslandi og verða tveir fyrstu þættirnir sýndir. Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 og hafa þessir þættir þegar ratað fyrir augu áskrifenda þar. Lengi vel stóð til að stjörnur þáttanna, þær Jodie Foster og Kali Reis, kæmu til að vera viðstaddar þessa hátíðarsýningu en á síðustu stundu breyttist það. Hins vegar kemur teymi frá HBO, leikstjórinn, framleiðandinn og fleiri kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood sérstaklega af þessu tilefni. Íslenskt kvikmyndateymi sannað sig í meistaradeildinni „Þetta er sérstök þakkarsýning,“ segir Leifur B. Dagfinnsson hjá kvikmyndafyrirtækinu Truenorth sem hafði veg og vanda af öllu því sem sneri að tökum á Íslandi. „Þetta verður húllumhæ. HBO gerir þetta yfirleitt ekki en núna, sem sérstakan þakklætisvott til Íslendinga og ríkisstjórnar Íslands. Til stóð að þessi sýning yrði fyrr í ferlinu, en svo var því seinkað því hugsanlegt var að Jodie kæmist en svo breyttist það aftur.“ Leifur segir mikla ánægju á öllum vígstöðvum með hvernig til tókst. Hann er nýkominn frá Los Angeles þar sem haldin var sérstök frumsýning. Og var þá mikið um dýrðir. „Mér skilst að stúdíóin séu hætt að vera með sérstakar frumsýningar en þegar vel til tekst gera þau það og er þá öllu til tjaldað. Gaman að sjá þetta. En þau ytra eru rosalega þakklátt með okkar framlag í þessu. Sem er snilld. Íslenska kvikmyndatökuteymið er búið að sanna sig í meistaradeildinni og frábært að segja af því.“ Hamingjuóskum rignir inn Leifur sat sérstakan fund með forsvarsmönnum fyrirtækis Steve Golin heitins Anonymous Content en hann og Sigurjón Sighvats voru stofnendur Propaganda Films í árdaga. „Þetta er framleiðslufyrirtæki fyrir handritshöfunda og þeir störtuðu fyrstu seríunni með þeim Woody Harrelsson og Matthew McConaughey. Þeir fá áfram sín kredit sem er merkilegt. Og þeir eru verulega ánægðir og þökkuðu mér fyrir að passa svona vel uppá „brandið“ þeirra. Já, okkur eru að berast kveðjur og hamingjuóskir víðsvegar að. Gaman þegar vel tekst til.“ Leifur segir íslenska kvikmyndagerðarmenn nú hafa sannað sig í meistaradeildinni.Truenorth Spurt er hvort þetta þýði þá ekki áframhaldandi framleiðslu og allsherjar hamingju. Leifur segist í það minnsta vonast til þess. Endurgreiðslan geri sitt og svo uppbygging kvikmyndavera sem hér hefur átt sér stað. „Þetta opnar klárlega á slík tækifæri. En þetta er allt í endurskoðun. Mér finnst allt vera sex mánuðum á eftir áætlun. Verkfall handritshöfunda ytra og svo leikara settu strik í reikninginn en svo á eftir að koma í ljós á vormánuðum hvað verður. Við erum að klára seríu núna, Darkness sem gerð er eftir bókum Ragnars Jónassonar en það er Lasse Hallström sem leikstýrir. Það heldur okkur við efnið.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Kvikmyndahús Tökur á True Detective á Íslandi Tengdar fréttir True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00 „Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. 19. janúar 2024 13:53 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. 13. janúar 2024 08:00
„Þetta var bara brjálað!“ Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2. 19. janúar 2024 13:53