Reiður Klopp kom Salah til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Mohamed Salah sneri aftur til Englands eftir að hafa meiðst á Afríkumótinu. getty/Ulrik Pedersen Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom Mohamed Salah til varnar þegar fréttamaður efaðist um heilindi Egyptans. Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti