Telja brotið á mannréttindum flugfólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 10:50 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD samtakanna. Vísir/Vilhelm ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. ADHD samtökin hafa sent ISAVIA, Samgöngustofu, Icelandair, Fly Play, Heilsuvernd og Fluglæknasetrinu formlegt erindi þar sem óskað er eftir skýrum svörum við nokkrum spurningum er varða starfshætti þessara rekstraraðila þegar kemur að ráðningum og eftirliti með heilsufari starfsfólks tengt flugi, ekki síst með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunar vegna þess. Í tilkynningu samtakanna segir að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna hér á landi m.a. vegna svokallaðra „geðvirkra efna“ og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin því áríðandi að upplýst verði án tafar um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir hjá þessum rekstraraðilum og að skýrt komi fram á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum þeir byggi starfshætti sína. Erindi ADHD samtakanna til rekstraraðilanna sex má lesa í heild að neðan. Til þess er málið varðar! Ein af grundvallarreglum í íslenskri stjórnskipan sem og annarra vestrænna ríkja er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi, en þar stendur m.a.: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna vegna m.a. svokallaðra „geðvirkra efna“ hér á landi og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með fyrrnefndri tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin áríðandi að upplýst verði um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir við fyrrnefndar skimanir vegna „geðvirkra efna“ og mögulega við ráðningu starfsfólks. Að auki óska samtökin eftir upplýsingum um á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum umræddar vinnureglur byggja á. Nánar tiltekið óska ADHD samtökin eftir ítarlegum upplýsingum um eftirfarandi: 1. Hvaða vinnureglur/leiðbeiningar gilda um heilsufar starfsmanna sem starfa við flug og afleidda starfsemi, með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunnar vegna ADHD? Við ráðningu annars vegar og hins vegar þegar komið er á fast starfssamband. Gilda sömu heilbrigðisreglur um alla starfsmenn? Ef svo er ekki, hvaða reglur gilda um einstök störf? Gilda sömu reglur um lyfjanotkun um alla starfsmenn? Ef svo er ekki, hvaða reglur gilda um einstök störf? Óskað er nákvæmra upplýsinga um einstök lyf sem óheimilt er að nota, magn einstakra efna í blóði og hvort tilvísun læknis skiptir máli eða ekki. Á hvaða lagaforsendum/réttarheimildum hvíla umræddar vinnureglur/leiðbeiningar? 2. Hvaða vinnureglur/leiðbeiningar gilda um skimanir og/eða upplýsingagjöf starfsfólks vegna „geðvirkra efna“ eða ADHD almennt. Hvaða lögum og reglum er fylgt við framkvæmd skimana eða þegar upplýsinga um heilbrigðismál/lyfjanotkun er krafist af starfsfólki ? -Á hvaða viðurkenndum gæðastöðlum er byggt? -Hvaða aðilar sjá um framkvæmd? -Hvað aðferð er notuð til að ákvarða skimunarúrtak ef um slíkt er að ræða? -Hvar og hvernig er starfsfólki tilkynnt um hverjir þurfi að undirgangast efnapróf? Hvaða tegundir efnaprófa er notast við? -Þvagprufu – og þá hvaða tegund? -Munnstroksprófi – og þá hvaða tegund? -Blóðprufu? Ef niðurstaða úr #1 eða #2 er jákvæð, sama hvaða efni próf gefur til kynna, er málinu þá fylgt eftir með blóðprufu (með magngreiningu og handbendugreiningu ef við á?) Hvernig er niðurstöðum skimana og/eða fenginna upplýsinga um heilbrigðismál starfsfólks fylgt eftir? -Er niðurstaða tilkynnt með rekjanlegu ferli? -Hvernig er haldið utan um samskipti í framhaldinu, t.d. ef viðkomandi er „settur á skilorð“ og fær einungis að snúa aftur til vinnu að tilteknum skilyrðum uppfylltum? -Ef #2 á við, er til skrifleg lýsing á slíku ferli og þeim skilyrðum sem sett eru? Þessi fyrirspurn er send til Samgöngustofu, ISAVIA, helstu flugrekstraraðila á Íslandi ásamt þeirra tveggja heilbrigðisþjónustufyrirtækja sem fram hefur komið að annist a.m.k. greiningu á sýnum vegna lyfjaprófa. Í ljósi alvarleika málsins er óskað eftir skriflegum svörum fyrir 12. febrúar 2024. Afrit af erindinu er einnig sent til Umboðsmanns Alþingis, Forsætisráðherra, Innviðaráðherra, Félags- og vinnumarkaðsráðherra, alþingismanna og fjölmiðla til upplýsingar. Reykjavík, 24. janúar 2024. F.h. ADHD samtakanna fta Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD Icelandair Play Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
ADHD samtökin hafa sent ISAVIA, Samgöngustofu, Icelandair, Fly Play, Heilsuvernd og Fluglæknasetrinu formlegt erindi þar sem óskað er eftir skýrum svörum við nokkrum spurningum er varða starfshætti þessara rekstraraðila þegar kemur að ráðningum og eftirliti með heilsufari starfsfólks tengt flugi, ekki síst með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunar vegna þess. Í tilkynningu samtakanna segir að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna hér á landi m.a. vegna svokallaðra „geðvirkra efna“ og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin því áríðandi að upplýst verði án tafar um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir hjá þessum rekstraraðilum og að skýrt komi fram á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum þeir byggi starfshætti sína. Erindi ADHD samtakanna til rekstraraðilanna sex má lesa í heild að neðan. Til þess er málið varðar! Ein af grundvallarreglum í íslenskri stjórnskipan sem og annarra vestrænna ríkja er að menn ráði við hvað þeir starfa og að mönnum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeim sýnist, þó innan ákveðinna marka. Til grundvallar þessu atriði í íslenskri stjórnskipun er 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi, en þar stendur m.a.: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna vegna m.a. svokallaðra „geðvirkra efna“ hér á landi og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með fyrrnefndri tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin áríðandi að upplýst verði um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir við fyrrnefndar skimanir vegna „geðvirkra efna“ og mögulega við ráðningu starfsfólks. Að auki óska samtökin eftir upplýsingum um á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum umræddar vinnureglur byggja á. Nánar tiltekið óska ADHD samtökin eftir ítarlegum upplýsingum um eftirfarandi: 1. Hvaða vinnureglur/leiðbeiningar gilda um heilsufar starfsmanna sem starfa við flug og afleidda starfsemi, með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunnar vegna ADHD? Við ráðningu annars vegar og hins vegar þegar komið er á fast starfssamband. Gilda sömu heilbrigðisreglur um alla starfsmenn? Ef svo er ekki, hvaða reglur gilda um einstök störf? Gilda sömu reglur um lyfjanotkun um alla starfsmenn? Ef svo er ekki, hvaða reglur gilda um einstök störf? Óskað er nákvæmra upplýsinga um einstök lyf sem óheimilt er að nota, magn einstakra efna í blóði og hvort tilvísun læknis skiptir máli eða ekki. Á hvaða lagaforsendum/réttarheimildum hvíla umræddar vinnureglur/leiðbeiningar? 2. Hvaða vinnureglur/leiðbeiningar gilda um skimanir og/eða upplýsingagjöf starfsfólks vegna „geðvirkra efna“ eða ADHD almennt. Hvaða lögum og reglum er fylgt við framkvæmd skimana eða þegar upplýsinga um heilbrigðismál/lyfjanotkun er krafist af starfsfólki ? -Á hvaða viðurkenndum gæðastöðlum er byggt? -Hvaða aðilar sjá um framkvæmd? -Hvað aðferð er notuð til að ákvarða skimunarúrtak ef um slíkt er að ræða? -Hvar og hvernig er starfsfólki tilkynnt um hverjir þurfi að undirgangast efnapróf? Hvaða tegundir efnaprófa er notast við? -Þvagprufu – og þá hvaða tegund? -Munnstroksprófi – og þá hvaða tegund? -Blóðprufu? Ef niðurstaða úr #1 eða #2 er jákvæð, sama hvaða efni próf gefur til kynna, er málinu þá fylgt eftir með blóðprufu (með magngreiningu og handbendugreiningu ef við á?) Hvernig er niðurstöðum skimana og/eða fenginna upplýsinga um heilbrigðismál starfsfólks fylgt eftir? -Er niðurstaða tilkynnt með rekjanlegu ferli? -Hvernig er haldið utan um samskipti í framhaldinu, t.d. ef viðkomandi er „settur á skilorð“ og fær einungis að snúa aftur til vinnu að tilteknum skilyrðum uppfylltum? -Ef #2 á við, er til skrifleg lýsing á slíku ferli og þeim skilyrðum sem sett eru? Þessi fyrirspurn er send til Samgöngustofu, ISAVIA, helstu flugrekstraraðila á Íslandi ásamt þeirra tveggja heilbrigðisþjónustufyrirtækja sem fram hefur komið að annist a.m.k. greiningu á sýnum vegna lyfjaprófa. Í ljósi alvarleika málsins er óskað eftir skriflegum svörum fyrir 12. febrúar 2024. Afrit af erindinu er einnig sent til Umboðsmanns Alþingis, Forsætisráðherra, Innviðaráðherra, Félags- og vinnumarkaðsráðherra, alþingismanna og fjölmiðla til upplýsingar. Reykjavík, 24. janúar 2024. F.h. ADHD samtakanna fta Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður
ADHD Icelandair Play Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira