Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegifréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan þrjú. 
Hádegifréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan þrjú.  VIhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins en henni var í gær vísað til Ríkissáttasemjara. 

Ekki er ljóst hvenær fyrsti fundur í deilunni fer fram undir handleiðslu sáttasemjara en í hádeginu heyrum við í Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Einnig fjöllum við um málefni Grindavíkur og um þá staðreynd að eigendur þeirra húsa sem orðið hafa fyrir altjóni í eldsumbrotunum fá aðeins hlutan bótanna greiddan því ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi húsanna. 

Að lokum heyrum við í veðurfræðingi og viðbragðsaðilum vegna óveðursins sem gekk yfir í nótt og í morgun. 

Í íþróttapakka dagsins verður EM í handbolta gert upp en Íslendingum mistókst í gær að tryggja sig inn í umspil fyrir Ólympíuleikana þrátt fyrir sigur á Austurríki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×