Mikill meirihluti vill engan núverandi forsetaframbjóðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 11:11 Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru nefnd á nafn af átta og sex prósent svarenda. Mikill meirihluti þjóðarinnar, 77 prósent, vill engan af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa tilkynnt framboð sitt sem næsta forseta. Þetta eru niðurstöður nýrrar netkönnunar Prósents. Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Í tilkynningu frá Prósent kemur fram að gögnum hafi verið safnað 16. til 24. janúar. Í úrtaki voru 1800 einstaklingar og var um að ræða netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Svarhlutfall var 51 prósent. Spurt var tveggja spurninga um væntanlegt forsetaframboð. Fyrri spurningin var opin spurning um hvern svarendur vilji að verði næsti forseti Íslands. Síðan spurði Prósent um viðhorf til þeirra einstaklinga sem þegar hafa tilkynnt framboð sitt. Stutt milli frambjóðenda Arnar Þór Jónsson, Axel Pétur Axelsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson hafa öll boðið sig fram til forseta. Svarendur gátu hakað við frambjóðendur eða valkostinn „Enginn af ofangreindum.“ Prósent 77 prósent einstaklinga sem tóku afstöðu svöruðu að þeir vildu engan af ofangreindum sem næsta forseta Íslands. 23 prósent völdu frambjóðendur af lista. Skiptust hlutföllin þannig að Sigríður Hrund Pétursdóttir fékk átta prósent svara, Arnar Þór Jónsson sex prósent, Tómas Logi Hallgrímsson fimm prósent, Ástþór Magnússon þrjú prósent og Axel Pétur Axelsson eitt prósent. Flestir vilja Guðna áfram Í svörum við opnu spurningunni um það hverjir svarendur vilja að verði næsti forseti Íslands nafngreindu 44 prósent svarenda einstakling en 56 prósent tóku ekki afstöðu. Níu prósent svarenda nefndu Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands. Fjögur prósent nefndu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þrjú prósent nefndu Höllu Tómasdóttir. Tvö prósent nefndu Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund, eitt prósent Jón Gnarr grínista og leikara, Arnar Þór Jónsson var nefndur af eitt prósent svarenda líkt og Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona. Auk þeirra voru 89 til viðbótar nefndir á nafn af svarendum Prósents. Þau sem voru nefnd fimm til níu sinnum voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Víðir Reynisson. Prósent
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira