Hver tekur við Liverpool af Klopp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2024 11:44 Hver er líklegastur? Hér eru fimm sem koma kannski til greina. Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi, Xabi Alonso, Steven Gerrard og Jose Mourinho. Samsett/Getty Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni. Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41