Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 11:33 Vagnstjórar Strætó lentu í vandræðum í hálku í gær eins og aðrir ökumenn. Myndin er tekin á Miklubraut í átt að Ártúnsbrekku. Myndir/Stefán Freyr Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“ Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fréttastofa fékk sent myndband af atviki sem átti sér stað á Miklubraut seinnipartinn í gær á leið númer 3. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Frey Margrétarsyni, sem tók myndbandið, átti strætó í miklum erfiðleikum með að halda beinni línu. „Þetta var líklega besta lausnin hjá honum að renna upp á kannt. En fyrir vikið var hann hálf fastur í þeirri stellingu á meðan hann sleðaði áfram í einhvern tíma,“ segir Stefán. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir atvikið ekki hafa verið tilkynnt sérstaklega til þeirra en segir það þó með þeim fyrirvara að enn sé verið að fara yfir allar tilkynningar. Vitað sé af fimmtán vögnum sem lentu í tjóni. Flest minniháttar en þrjú svo alvarleg að vagnar voru í viðgerð í morgun. Hann segir að staðan hafi verið erfið hjá Strætó eins og öðrum. Það hafi verið tafir og upp hafi komið ýmis atvik. Bæði vegna hálkunnar en einnig vegna rafmagnsleysis sem átti sér stað á sama tíma, en í kjölfarið duttu út fjöldi umferðarljósa. „Þetta var erfiður dagur fyrir alla í gær, sama hvort það var Strætó eða ekki. Það var mikið af tjónum og miklar tafir eins og hefur verið komið fram. Það voru minniháttar atvik hjá nokkrum vögnum,“ segir Jóhannes og að Strætó hafi verið ekið á aðra bíla og öðrum bílum verið ekið á Strætó vegna hálkunnar. Lenti á vegriði Alvarlegasta atvikið átti sér stað í Kópavogi þar sem vagn lenti á vegriði á litlum hraða. Engan sakaði að sögn Jóhannesar en vagninn var ekki ökuhæfur eftir atvikið. „Þetta hefur mikil áhrif.“
Samgöngur Veður Færð á vegum Samgönguslys Tengdar fréttir Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31 Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41 Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka. 25. janúar 2024 18:31
Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. 25. janúar 2024 20:41
Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. 25. janúar 2024 20:00