Færð á vegum

Fréttamynd

„Skíta­veður á að­fanga­dags­kvöld og jóla­dag“

Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn.

Innlent
Fréttamynd

Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissu­stigi

Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált.  Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Vegir víða hálir á morgun og blint á fjall­vegum

Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir.

Innlent
Fréttamynd

Lægð beinir vestlægri átt til landsins

Lægð fyrir norðan land beinir til Íslands vestlægri átt. Því verða víða 8 til 15 metrar á sekúndu og él. Það verður þurrt að mestu austan til á landinu. Eftir hádegi fjarlægist lægðin og það dregur úr vindi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en hiti í kringum frostmark við suður- og suðvesturströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag.

Veður
Fréttamynd

Hlýnar með skúrum og slydduéljum

Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. 

Veður
Fréttamynd

Fimm bílar fastir í rúman sólar­hring

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Skúrir eða él á víð og dreif

Nú í morgunsárið eru þrjár mis aðgangsharðar lægðir fyrir vestan land. Sú sem er skammt suðvestur af landinu mun sigla yfir landið í dag á meðan hinar halda sig nálægt Grænlandi og hafa takmörkuð áhrif á landsmenn.

Veður
Fréttamynd

Gekk betur en óttast var

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu undir kvöld virðist hafa gengið betur en óttast var, þó hún hafi farið hægar en gengu og gerist. Segja má að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi upplifað sinn fyrsta vetrardag í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekist að opna alla kjör­staði í Norðaustur­kjör­dæmi

Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri gular við­varanir á kjör­dag

Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag á morgun. Veðurspáin hefur aukið ásókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Austurlandi en nú hafa viðvaranir vegna hríðar á norðanverðu landinu bæst við.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir um­fang skriðanna í Eyrar­hlíð

Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn.

Innlent
Fréttamynd

Flateyringum ráð­lagt að sjóða neyslu­vatn

Veginum um Eyrarhlíð, á milli Ísafjarðar og Hnífsdals var lokað að nýju á miðnætti vegna skriðuhættu. Lögreglan ákvað þetta í gær í öryggisskyni en gert er ráð fyrir frekari úrkomu á Vestfjörðum og er óvissustig vegna skriðuhættu enn í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna

Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný

Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að hreinsa vatns­bólið á Flat­eyri eftir há­degi

Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna veginn um Ísa­fjarðar­djúp

Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu.

Innlent
Fréttamynd

Vegir enn lokaðir á Vest­fjörðum

Vegirnir í Ísafjarðardjúpi og vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði eru enn lokaðir vegna skriðuhættu og þá er Bíldudalsvegur í sundur og því lokaður frá flugvellinum og að gatnamótunum að Dynjandisheiði.

Innlent
Fréttamynd

Stór aur­skriða féll við Eyrarhlíð

Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Á enn eftir að hvessa meira á Norðaustur­landi

Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar renna út á næstu klukkutímunum. Veðurfræðingur á vakt segir að þó stutt sé í að veðrið gangi niður geti það enn valdið vandræðum síðustu klukkutímana á til dæmis Norðausturlandi.

Veður