Brynhildur Gunnlaugs hélt meðgöngunni leyndri Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. janúar 2024 13:52 Brynhildur Gunnlaug er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Brynhildur Gunnlaugs Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin eignuðust stúlku 4. desember síðastliðinn. Brynhildur hélt þunguninni leyndri frá fylgjendum sínum og segist ekki ætla að birta myndum af dótturinni á miðlunum. Brynhildur greinir frá gleðitíðindunum í nýja hlaðvarpsþættinum Gellukast. Þátturinn er í umsjón Söru Jasmínar og Brynhildar. Í þættinum greinir hún frá því hvers vegna hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri frá fylgjendum sínum. „Ég var sem sagt ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er ótrúlega sæt,“ segir Brynhildur: „Ég ákvað ekki að vera með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist. Aðallega mig. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta myndum af barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“ Brynhildur er með tæplega 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. „Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín. Brynhildur tekur undir orð vinkonu sinnar um hæl: „Það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNNY (@brynhildurgunnlaugs) TikTok ýtti undir kvíða Brynhildur segir frá því hvernig TikTok ýtti undir kvíða hjá henni á meðgöngunni. „Ekki skoða TikTok ef þú ætlar að eignast barn eða ef þú ert ólétt. Þú missir tennurnar, löppina, ég á þannig séð að vera sköllótt. Allt slæmt gerist. Það eru hræðslusögur eftir hræðslusögur,“ segir Brynhildur og heldur áfram: „Þetta er ekkert mál. Ég átti mjög góða meðgöngu og fæðingin var í lagi. Mér finnst eins og svo margir séu hræddir við þetta ferli, sem ég skil alveg, af því ef þú skoðar TikTok þá eru konur með lista yfir það afhverju þú ættir ekki að verða ólétt.“ @brynhildurgunnlaugss . the bitch is back - martha culvercreekk Brynhildur ferðaðist víða um heiminn á meðgöngunni til að halda óléttunni leyndri. Þar má nefna Belgíu, Króatíu, Tenerife og París. Fyrsti þáttur Gellukastsins fór í loftið í dag og má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Barnalán Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Brynhildur greinir frá gleðitíðindunum í nýja hlaðvarpsþættinum Gellukast. Þátturinn er í umsjón Söru Jasmínar og Brynhildar. Í þættinum greinir hún frá því hvers vegna hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri frá fylgjendum sínum. „Ég var sem sagt ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er ótrúlega sæt,“ segir Brynhildur: „Ég ákvað ekki að vera með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist. Aðallega mig. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta myndum af barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“ Brynhildur er með tæplega 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. „Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín. Brynhildur tekur undir orð vinkonu sinnar um hæl: „Það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNNY (@brynhildurgunnlaugs) TikTok ýtti undir kvíða Brynhildur segir frá því hvernig TikTok ýtti undir kvíða hjá henni á meðgöngunni. „Ekki skoða TikTok ef þú ætlar að eignast barn eða ef þú ert ólétt. Þú missir tennurnar, löppina, ég á þannig séð að vera sköllótt. Allt slæmt gerist. Það eru hræðslusögur eftir hræðslusögur,“ segir Brynhildur og heldur áfram: „Þetta er ekkert mál. Ég átti mjög góða meðgöngu og fæðingin var í lagi. Mér finnst eins og svo margir séu hræddir við þetta ferli, sem ég skil alveg, af því ef þú skoðar TikTok þá eru konur með lista yfir það afhverju þú ættir ekki að verða ólétt.“ @brynhildurgunnlaugss . the bitch is back - martha culvercreekk Brynhildur ferðaðist víða um heiminn á meðgöngunni til að halda óléttunni leyndri. Þar má nefna Belgíu, Króatíu, Tenerife og París. Fyrsti þáttur Gellukastsins fór í loftið í dag og má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Barnalán Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira