Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 16:35 Ómar R. Valdimarsson við dómsupphvaðningu í Bankastræti Club-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms. Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms.
Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira