Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 12:01 Vítaspyrnan sem Schmeichel varði var dæmd ólögleg, en hefði átt að vera endurtekin. Isosport/MB Media/Getty Images Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins. Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda.
Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01