„Máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 18:12 Gjörningurinn var skipulagður af nemendum við LungA-skólann sem er listaskóli í bænum. aðsend Samstöðuganga með Palestínu var haldin í dag á Seyðisfirði og gengið var frá félagsheimilinu Herðubreið og út fjörðinn að vinnustofum listamanna í gömlu netagerðinni. Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira