Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttirnar eru á dagskrá á slaginu klukkan 12.
Hádegisfréttirnar eru á dagskrá á slaginu klukkan 12.

Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Síðar í dag kemur í ljós hvernig skipulagi vegna opnunar Grindavíkur verður háttað, þegar fulltrúar Almannavarna og lögreglu kynna opnunina á upplýsingafundi klukkan eitt. 

Þingkonur Sjálfstæðisflokks og Pírata segja umræðuna um innflytjendamál hafa harðnað til muna. Umræða um tjaldbúðir á Austurvelli hafi verið teknar úr samhengi að mati þingkonu Sjálfstæðisflokks

Þá heyrum við um tilraun til skemmdarverka á Mónu Lísu, þekktasta málverki heims, og kynnum okkur gríðarlega uppbyggingu í Borgarbyggð, sem innviðirnir virðast þó ráða vel við. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×