Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 06:49 Palestínumenn á flótta frá norðurhluta Gasa. epa/Mohammed Saber Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira