Þar segir að vegfarendur séu beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við og fylgjast vel með á umferdin.is. Samkvæmt veðurfræðingi Vegagerðarinnar brestur á með V 15-22 m/s suðvestanlands um og upp úr hádegi og stendur í um þrjár klukkustundir.
Ekkert ferðaveður er því á Suður-og Suðvesturlandi frá klukkan 11:00 í dag. Einnig má búast við skafrenningi á Suður- og Suðausturlandi og í kvöld spillist færð á Norðausturlandi frá Húsavík að Vopnafirði.
Reykjanesbraut
Suðurstrandarvegur
Kjalarnes
Mosfellsheiði
Þrengsli
Hellisheiði
Grindavík