„Einföldustu beyglur sem ég hef prófað og svo góðar,“ skrifar Eva við færsluna.
Beyglur með öllu tilheyrandi
Hráefni í sex beyglur:
- 180 g hveiti
- 1/2 tsk lyftiduft
- Smá salt
- 420 g grískt jógúrt eða kotasæla
- 1 stk egg og smá vatn til þess að pensla beyglurnar
Aðferð:
- Blandið þurrefnum saman í skál.
- Þar eftir er jógúrti/ kotasælu bætt við.
- Hnoðið deigið vel þangað til það verður mjúkt og slétt.
- Skiptið deiginu í sex hluta og rúllið í kúlu.
- Setjið deigið á smjörpappír og gerið gat í miðjuna á því. Teygið gatið varlega í sundur.
- Penslið beyglurnar með eggjum og vatni.
- Sáldrið beyglukryddi eða sesamfræjum yfir.
- Bakið við 200 gráður í 25 mínútur eða þar til beyglurnar eru gullinbrúnar.