Enski boltinn

Haaland fékk sér nýja einka­þotu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erling Haaland getur flogið um loftin blá næstu misserin enda búinn að festa kaup á nýrri einkaþotu.
Erling Haaland getur flogið um loftin blá næstu misserin enda búinn að festa kaup á nýrri einkaþotu. Vísir/Getty

Erling Braut Haaland er búinn að vera meiddur síðustu vikur en sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í gærkvöldi. Hann nýtti tímann í meiðslanum hins vegar til að gera stórkaup.

Erling Braut Haaland er ein af stærstu stjörnunum í knattspyrnuheiminum um þessar mundir. Hann þénar rúmlega 500 þúsund pund á viku hjá Manchester City eða um 87 milljónir króna.

Það er því engin spurning að hann er með nóg af pening til að eyða. Það gerði hann líka heldur betur á dögunum. Hann keypti sér eitt stykki einkaþotu sem hann mun nýta sér til að komast á milli staða á næstunni.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Haaland kaupir flugvél. Hann keypti eina slíka í maí árið 2021 en seldi hana rúmum tveimur árum síðar. Nú er hann búinn að uppfæra og kaupa sér nýja þotu.

Þotan er af tegundinni Pilatus PC-12 og tekur sex farþega. Lúxusinn er töluverður en kaupin fara í gegnum fyrirtæki sem Erling á hlut í og faðir hans Alf Inge er stjórnarmeðlimur.

„Flugvélin er fullkomin fyrir fjölskyldur eða viðskiptafólk. Við líkjum henni oft við Mercedes Geländewagen. Farþegarýmið er glæsilegt og hannað af BMW og flugstjórnarklefinn er með öllu því nýjasta,“ sagði seljandinn Carl-Christian Gunnestad.

Samkvæmt AvBuyer greiðir Haaland tæpar 800 milljónir íslenskra króna fyrir vélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×