Sara Sigmunds orðin fjárfestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 09:32 Sara Sigmundsdóttir hefur trú á því að nýja smáforrtið geti hjálpað fólki við að skipuleggja réttar æfingar. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir tilkynnti í gær um aðeins öðruvísi styrktarsamning en vanalega. Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt) CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira
Sara hefur gert ófáa styrktarsamningana í gegnum tíðina enda er hún mjög vinsæl þegar fyrirtæki sækjast eftir íþróttakonum til að auglýsa vörur sínar. Sara stígur einu skrefi lengra að þessu sinni. Hún er núna ekki aðeins sendiherra Relentless Method heldur einnig orðin fjárfestir í fyrirtækinu. Bakland, umboðsskrifstofa Söru, segir að samstarfið hafi verið að mótast frá árinu 2019 en stofnendur fyrirtækisins eru frá Svíþjóð. Fyrirtækið nýtir sér gervigreind við það að þróa besta æfingakerfið fyrir hvern og einn sem notar smáforritið. Sara verður nú hluthafi í fyrirtækinu og hefur ferðalag sitt sem athafnakona. „Ég tilkynni hér með að ég hef náð samkomulagi við Relentless Method, ekki aðeins um að vera sendiherra þeirra heldur einnig sem fjárfestir,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Stutta útgáfan af sögunni er að ég hef verið vinur stofnendanna í mörg ár. Um leið hef ég vitað af þessum stórkostlega hlut sem þeir hafa verið að þróa saman. Grunnhugmyndin er frábær og í mínum huga var þetta sett á laggirnar áður en einhver annar þróaði æfingaprógram út frá gervigreind,“ sagði Sara. „Þetta er miklu meira en það. Þetta er eitthvað sem gengur upp og getur hjálpað öllum þeim sem taka æfingar sínar alvarlega. Það er þess vegna sem ég þurfti ekki mikið tiltal þegar þeir báðu mig um að koma um borð,“ sagði Sara. Það má sjá Söru tala um nýja samstarfið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bakland (@baklandmgmt)
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira