Ten Hag: Munur á agabrotum Rashford og Sancho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 11:31 Erik ten Hag og Marcus Rashford eru hér báðir hissa á dóm í leik Manchester United á móti Luton í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, henti Jadon Sancho í frystikistuna og loks út úr félaginu en Marcus Rashford fær allt aðra meðferð hjá hollenska stjóranum. Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira
Rashford hefur verið mikið í fréttum undanfarin eftir agabrot sitt á dögunum en leikmaðurinn fór þá út á lífið í Belfast og skrópaði á síðustu tvær æfingar United fyrir bikarleik á móti Newport County undir þeim formerkjum að hann væri veikur. Rashford fékk vissulega peningasekt og missti af þessum Newport leik en Ten Hag tekur hann strax aftur inn í hópinn fyrir leik kvöldsins á móti Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórinn segir að málið sé leyst og búið sé að taka á þessu. Ten Hag: Rashford, Sancho rule breaks differentErik ten Hag says punishments handed out to Marcus Rashford and Jadon Sancho following indiscretions were different because "Jadon chose to go public."https://t.co/1V6ozoauGF— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) January 31, 2024 Ten Hag var spurður út í ólíka meðferð sína á leikmönnunum tveimur. Lykilatriðið var að Sancho ákvað að gagnrýna stjórann opinberlega. Hann lét í ljós efasemdir um af hverju Ten Hag henti honum út úr hópnum fyrir stórleik á móti Arsenal í september. Æfði einn í fjóra mánuði Ten Hag vildi fá afsökunarbeiðni frá Sancho sem hann fékk ekki. Sancho þurfti fyrir vikið að æfa einn í meira en fjóra mánuði áður en félagið lánaði hann til Borussia Dortmund. Það er því rosalega mikill munur á refsingu leikmannanna tveggja. „Við getum leyst öll svona mál innanhúss en Jadon ákvað að gera þetta opinbert,“ sagði Erik ten Hag. Hann segir því að það sé munur á agabrotum Rashford og Sancho. „Í fyrsta lagi þá verða leikmann á þessu stigi að hugsa um sjálfa sig. Það er eitthvað sem þú getur krafist af leikmönnum,“ sagði Ten Hag. Ekki barnapía „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því hvað sé gott og hvað sé ekki gott. Ef þú vilt spila fótbolta á efsta stigi þá verður þú að lifa ákveðnu lífi. Alltaf,“ sagði Ten Hag. Ten Hag lenti upp á kant við Cristiano Ronaldo og hefur tekið á agavandamálum hjá Alejandro Garnacho. Hann leggur áherslu á það að hann sé ekki barnapía. „Við erum að tala um topp fótboltamenn. Ég þarf ekki að kenna þeim hvernig á að haga sér. Þegar þú ert að spila spila fyrir Manchester United þá ættir þú að vita það,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Sjá meira