Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 18:50 Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi í Grindavík er í ótímabundnu leyfi frá löggæslustörfum. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum. Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum.
Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33