Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 22:01 Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. Hann segir Úkraínumenn einnig standa fyrir erfiðleikum varðandi hergagnaframleiðslu, mannafla og annað. Þetta er meðal þess sem Salúsjní skrifaði sem birt var á vef CNN í dag. Greinina skrifaði herforinginn áður en fregnir bárust af því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði tekið þá ákvörðun að víkja honum úr starfi. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Hana má meðal annars rekja til misheppnaðrar gagnsóknar Úkraínumanna í Sapórisjíahéraði í fyrra og hefur Selenskí verið sagður hafa áhyggjur af vinsældum herforingjans. Þeir hafa einnig deilt opinberlega um herkvaðningu. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Grein Salúsjnís rímar að mörgu leyti við nýlega grein þriggja sérfræðinga sem segja Úkraínumenn og bakhjarla þeirra þurfa að fara í naflaskoðun og nota árið 2024 til uppbyggingar fyrir 2025. Í greininni segir herforinginn þróun notkunar dróna í stríðinu í Úkraínu hafa verið undraverða. Enn sé notkun þeirra að breytast og þeir séu gífurlega mikilvægir fyrir úkraínska herinn. Með þeim sé hægt að draga úr þeirri hættu sem hermenn standa frammi fyrir, stýra stórskotaliðsárásum af meiri nákvæmni, sinna eftirliti og gera umfangsmiklar árásir á innviði og stjórnstöðvar rússneska hersins, án rándýrra eldflauga og flugvéla. „Frekari notkunarleiðir munu verða ljósar með tímanum, þótt óvinurinn muni auðvitað alltaf leita leiða til að verjast aðgerðum sem þessum og ná frumkvæðinu.“ Hann segir Úkraínumenn einnig þurfa að leita leiða til að bæta varnir sínar og bregðast við nýrri tækni og nýjum aðferðum Rússa. Standa frammi fyrir samdrætti í aðstoð Þá segir Salúsjní að Úkraínumenn þurfi að takast á við samdrátt í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum sínum, sem sumir hverjir eigi í eigin pólitísku deilum. Þar vísar hann til deilna og lömunar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem miklar deilur um aðstoð til Úkraínu og landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Framleiðsla bakhjarla Úkraínumanna á eldflaugum, flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og skotfæri fyrir stórskotalið annar ekki eftirspurn en Salúsjní segir að það megi ekki eingöngu rekja til umfangs átakanna í Úkraínu heldur einnig til alþjóðlegs skorts á aðföngum í sprengjur og eldsneyti fyrir eldflaugar og flugskeyti. Salúsjní gagnrýnir einnig viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann kallar aðgerðirnar aumar og segir að vegna þess geti Rússar, með aðstoð annarra ríkja, átt í umfangsmikilli hergagnaframleiðslu. Hann segir Rússa einnig njóta forskots þegar kemur að mannafla og virðist hann gagnrýna yfirvöld í Úkraínu varðandi mannafla úkraínska hersins. Hann segir opinberar stofnanir í Úkraínu ekki geta bætt mannafla stöðu hersins án þess að grípa til óvinsælla aðgerða. Deilur hafa átt sér stað í Úkraínu um mögulega herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón nýrra hermanna til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa jafnvel barist linnulaust frá því innrásin hófst af hólmi. Deilurnar hafa meðal annars snúist um það hvort herinn eða opinber yfirvöld séu betur til fallin að halda utan um herkvaðningu. Hún hefur hingað til verið gagnrýnd í Úkraínu, vegna spillingar og hörku. Annað vandamál sem herinn stendur frammi fyrir að mati Salúsjnís er það að lög í landinu eru óhagstæð og einokun á markaði hergagnaframleiðslu hafi valdið flöskuhálsi í framleiðslu. Allt það sem Salúsjní nefnir í greininni segir hann að feli í sér mikla erfiðleika sem bregðast þurfi við með umfangsmiklum breytingum. Hægt sé að framkvæma þær á fimm mánuðum og þann tíma eigi einnig að nýta til að fylla upp í raðir hersins og vopna hermenn betur, bæta þjálfun hermanna og styrkja innviði og birgðanet. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Hann segir Úkraínumenn einnig standa fyrir erfiðleikum varðandi hergagnaframleiðslu, mannafla og annað. Þetta er meðal þess sem Salúsjní skrifaði sem birt var á vef CNN í dag. Greinina skrifaði herforinginn áður en fregnir bárust af því að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefði tekið þá ákvörðun að víkja honum úr starfi. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Hana má meðal annars rekja til misheppnaðrar gagnsóknar Úkraínumanna í Sapórisjíahéraði í fyrra og hefur Selenskí verið sagður hafa áhyggjur af vinsældum herforingjans. Þeir hafa einnig deilt opinberlega um herkvaðningu. Sjá einnig: Sagður vilja reka Járnherforingjann Grein Salúsjnís rímar að mörgu leyti við nýlega grein þriggja sérfræðinga sem segja Úkraínumenn og bakhjarla þeirra þurfa að fara í naflaskoðun og nota árið 2024 til uppbyggingar fyrir 2025. Í greininni segir herforinginn þróun notkunar dróna í stríðinu í Úkraínu hafa verið undraverða. Enn sé notkun þeirra að breytast og þeir séu gífurlega mikilvægir fyrir úkraínska herinn. Með þeim sé hægt að draga úr þeirri hættu sem hermenn standa frammi fyrir, stýra stórskotaliðsárásum af meiri nákvæmni, sinna eftirliti og gera umfangsmiklar árásir á innviði og stjórnstöðvar rússneska hersins, án rándýrra eldflauga og flugvéla. „Frekari notkunarleiðir munu verða ljósar með tímanum, þótt óvinurinn muni auðvitað alltaf leita leiða til að verjast aðgerðum sem þessum og ná frumkvæðinu.“ Hann segir Úkraínumenn einnig þurfa að leita leiða til að bæta varnir sínar og bregðast við nýrri tækni og nýjum aðferðum Rússa. Standa frammi fyrir samdrætti í aðstoð Þá segir Salúsjní að Úkraínumenn þurfi að takast á við samdrátt í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum sínum, sem sumir hverjir eigi í eigin pólitísku deilum. Þar vísar hann til deilna og lömunar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem miklar deilur um aðstoð til Úkraínu og landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Framleiðsla bakhjarla Úkraínumanna á eldflaugum, flugskeytum fyrir loftvarnarkerfi og skotfæri fyrir stórskotalið annar ekki eftirspurn en Salúsjní segir að það megi ekki eingöngu rekja til umfangs átakanna í Úkraínu heldur einnig til alþjóðlegs skorts á aðföngum í sprengjur og eldsneyti fyrir eldflaugar og flugskeyti. Salúsjní gagnrýnir einnig viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann kallar aðgerðirnar aumar og segir að vegna þess geti Rússar, með aðstoð annarra ríkja, átt í umfangsmikilli hergagnaframleiðslu. Hann segir Rússa einnig njóta forskots þegar kemur að mannafla og virðist hann gagnrýna yfirvöld í Úkraínu varðandi mannafla úkraínska hersins. Hann segir opinberar stofnanir í Úkraínu ekki geta bætt mannafla stöðu hersins án þess að grípa til óvinsælla aðgerða. Deilur hafa átt sér stað í Úkraínu um mögulega herkvaðningu en forsvarsmenn úkraínska hersins segja þörf á um hálfri milljón nýrra hermanna til að fylla upp í raðir hersins og leysa hermenn sem hafa jafnvel barist linnulaust frá því innrásin hófst af hólmi. Deilurnar hafa meðal annars snúist um það hvort herinn eða opinber yfirvöld séu betur til fallin að halda utan um herkvaðningu. Hún hefur hingað til verið gagnrýnd í Úkraínu, vegna spillingar og hörku. Annað vandamál sem herinn stendur frammi fyrir að mati Salúsjnís er það að lög í landinu eru óhagstæð og einokun á markaði hergagnaframleiðslu hafi valdið flöskuhálsi í framleiðslu. Allt það sem Salúsjní nefnir í greininni segir hann að feli í sér mikla erfiðleika sem bregðast þurfi við með umfangsmiklum breytingum. Hægt sé að framkvæma þær á fimm mánuðum og þann tíma eigi einnig að nýta til að fylla upp í raðir hersins og vopna hermenn betur, bæta þjálfun hermanna og styrkja innviði og birgðanet.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17 Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. 1. febrúar 2024 11:17
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. 25. janúar 2024 07:28
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15