Ármann lögðu Dusty í annað sinn Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 22:24 (f.v.) Ofvirkur, Vargur og PolishWonder, leikmenn Ármanns. Vargur og Ofvirkur voru valdnir sameiginlegir menn leiksins af lýsendum Ljósleiðaradeildarinnar. Ármann áttu stórsigur gegn NOCCO Dusty í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Ljóst var fyrir leik að gífurlega mikilvægt var fyrir bæði lið að sigra, þar sem Dusty eru í hörkuslag um toppsæti en Ármann eru í baráttu um þriðja sætið. Ármann sigruðu hnífalotu leiksins, sem fram fór á Anubis, og ákváðu þeir að hefja leikinn í sókn. Ármann hófu sóknina afar hnitmiðað og sigruðu fyrstu þrjár loturnar áður en NOCCO Dusty beit frá sér með Pandaz fremstan í flokki, staðan þá 1-3 fyrir Ármanni. Ármann tóku tvö leikhlé á stuttum tíma en í sjöttu lotu náðu Dusty að jafna leikinn í 3-3. Dusty unnu svo þrjá leiki til viðbótar til að komast í 6-3. Ármann náðu þó að samstilla sig loks og sigruðu þrjár loturnar sem eftir voru af hálfleiknum og jöfnuðu því leikinn. Ljóst var þó að Ármann höfðu verk að vinna þar sem Anubis þykir sóknarmiðaður leikvangur. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 6-6 Ármann Ármann sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks og komu sér í 6-7 og tóku því forskotið að nýju. Áfram voru þeir að finna mikilvægar fellur og taka lotur, en Vargur, sem er nýgenginn til liðs við Ármann að nýju, átti stórleik gegn fjórum leikmönnum Dusty í sextándu lotu og kom Ármanni í 6-10. Vörn Ármanns stóð hverja einustu sókn af sér í seinni hálfleik þar sem Dusty sigraði ekki staka lotu. Ármann höfðu því sigur gegn Dusty í annað skiptið á tímabilinu eftir frábæra framistöðu liðsins í seinni hálfleik. Lokatölur: NOCCO Dusty 6-13 Ármann Dusty hafa því misst Þór fram úr sér á topp deildarinnar en Ármann halda í við Sögu í baráttunni um þriðja sætið. Eftir umferð kvöldsins eru Þórsarar í fyrsta sæti deildarinnar með 26 stig en NOCCO Dusty eru með 24 stig. Ármann eru með 20 stig, líkt og Saga. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn
Ármann sigruðu hnífalotu leiksins, sem fram fór á Anubis, og ákváðu þeir að hefja leikinn í sókn. Ármann hófu sóknina afar hnitmiðað og sigruðu fyrstu þrjár loturnar áður en NOCCO Dusty beit frá sér með Pandaz fremstan í flokki, staðan þá 1-3 fyrir Ármanni. Ármann tóku tvö leikhlé á stuttum tíma en í sjöttu lotu náðu Dusty að jafna leikinn í 3-3. Dusty unnu svo þrjá leiki til viðbótar til að komast í 6-3. Ármann náðu þó að samstilla sig loks og sigruðu þrjár loturnar sem eftir voru af hálfleiknum og jöfnuðu því leikinn. Ljóst var þó að Ármann höfðu verk að vinna þar sem Anubis þykir sóknarmiðaður leikvangur. Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 6-6 Ármann Ármann sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks og komu sér í 6-7 og tóku því forskotið að nýju. Áfram voru þeir að finna mikilvægar fellur og taka lotur, en Vargur, sem er nýgenginn til liðs við Ármann að nýju, átti stórleik gegn fjórum leikmönnum Dusty í sextándu lotu og kom Ármanni í 6-10. Vörn Ármanns stóð hverja einustu sókn af sér í seinni hálfleik þar sem Dusty sigraði ekki staka lotu. Ármann höfðu því sigur gegn Dusty í annað skiptið á tímabilinu eftir frábæra framistöðu liðsins í seinni hálfleik. Lokatölur: NOCCO Dusty 6-13 Ármann Dusty hafa því misst Þór fram úr sér á topp deildarinnar en Ármann halda í við Sögu í baráttunni um þriðja sætið. Eftir umferð kvöldsins eru Þórsarar í fyrsta sæti deildarinnar með 26 stig en NOCCO Dusty eru með 24 stig. Ármann eru með 20 stig, líkt og Saga.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn