Haukur Helgi lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 11:01 Haukur Helgi Pálsson var búinn að vera mjög góður eftir áramót en heppnin var ekki alveg með honum í slæma veðrinu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var ekki með Álftanesi í leiknum á móti Þórsurum í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi og munaði mikið um fjarveru hans. Þetta var fyrsti leikurinn sem Haukur Helgi missir af í deildinni í vetur en ástæðan var þó ekki tengd körfubolta. Haukur lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni en hann vinnur í Reykjanesbæ en býr á Álftanesinu. „Ég lenti í árekstri á leiðinni úr vinnu í slæmu færðinni á Brautinni,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Vísi. Keyrir ekki bílinn aftur í bráð „Ég er stífur í öxl og hnakka og aðeins illt í fætinum. Þetta var alveg smá högg en þetta hefði getað farið verr,“ sagði Haukur en er bíllinn stórskemmdur? „Hann var dreginn í burtu. Ég er ekki að fara að keyra hann aftur í bráð. Þetta var þarna leiðinlega veðrið rétt eftir að gámabíllinn og fólksbílinn lentu því miður saman. Það var bara nýbúið að opna brautina aftur og það var algjör blindbylur,“ sagði Haukur. Hann var búinn að spila alla leiki Álftanesliðsins á tímabilinu og það var farið að líta út fyrir að hann gæti spilað alla leikina í fyrsta skiptið hér á landi. „Lukkan mín hefur aldrei verið þannig að maður fái að klára eitthvað,“ sagði Haukur. Staðan á honum hefur annars verið mjög góð á þessu tímabili. Núna er bara gufa og nudd alla daga „Mér var farið að líða miklu betur og kominn í stand og svona. Ég er allur betri. Því miður fær maður ekki að ráða því hvort maður meiðist eða ekki. Hjá mér eftir þetta vanalega verið að ég lendi á einhverjum ökkla og sný mig þannig,“ sagði Haukur um meiðslavandræði síðustu ára en verður hann meira frá? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei lent í svona slysi. Ég veit ekki hvort að þetta verði eitthvað þráðlátt eða búið eftir viku. Ég er allur mjög stífur núna og er svolítið lemstraður. Núna er bara gufa og nudd alla daga. Vonandi verður þetta ekki of mikið eða of lengi,“ sagði Haukur. Nýliðar Álftanes hafa staðið sig frábærlega á fyrsta ári, sitja í úrslitakeppnissæti og eru komnir í bikarúrslitin í Höllinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Mér finnst við líka geta gert betur. Við erum bara búnir að lenda svolítið mikið í því að vera án leikmanna. Ég veit ekki hvað við erum búnir að taka marga leiki þar sem allir eru með,“ sagði Haukur. „Það er alltaf einhver af þessum alvöru spilurum í róteringunni sem detta út. Hörður [Axel Vilhjálmsson] var frá mestan partinn af fyrri hlutanum og svo er Dino [Stipcic] búinn að vera lengi frá. Douglas [Wilson] og Ville [Tahvanainen eru búnir að vera tæpir eftir áramót og hafa ekkert æft. Þetta er búið að vera svolítið mikið,“ sagði Haukur. Búið að ganga vel í vetur „Ég þurfti bara að klára þetta líka og þá eru allir búnir að meiðast eitthvað,“ sagði Haukur léttur. Hann hefur lent í því allt of oft síðustu tímabil að vera meiðast og missa af leikjum. „Það er hundleiðinlegt og sérstaklega þegar maður er kominn í einhvern rytma og síðan að slá út aftur. Þá þarf maður að fara að ná honum aftur. Þetta er búið að ganga vel hjá mér í ár,“ sagði Haukur en segir að kannski séu væntingarnar til sín ekki alveg á réttum stað. „Það er alltaf verið að vonast eftir því að maður skori þrjátíu stig í leik og þannig er maður bara góður. Ég hef nú aldrei verið þannig. Ég held að það hafi verið svolítið mikið horft í það hvernig maður var hér 2015 og fólk hefur haldið að ég myndi vera eins. Þá var maður bara 23 ára ungur pungur og þá var allt hægt,“ sagði Haukur og hlær. Gerði eitthvað í fyrra lífi Hann er með 14,4 stig, 8,1 frákast og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og átti nokkra frábæra leiki eftir áramót. Hann er líka mjög öflugur og fjölhæfur varnarmaður sem kemur aldrei fram í tölfræðinni. „Ég er bara 31 árs og er alveg í fínu standi. Leiðinlegt að missa svona út þegar maður er að komast aftur í almennilegan rytma,“ sagði Haukur. Óheppin virðist hins vegar alltaf elta Hauk. „Ég hef gert eitthvað í fyrra lífi. Það er hundrað prósent,“ sagði Haukur. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn sem Haukur Helgi missir af í deildinni í vetur en ástæðan var þó ekki tengd körfubolta. Haukur lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni en hann vinnur í Reykjanesbæ en býr á Álftanesinu. „Ég lenti í árekstri á leiðinni úr vinnu í slæmu færðinni á Brautinni,“ sagði Haukur Helgi Pálsson í samtali við Vísi. Keyrir ekki bílinn aftur í bráð „Ég er stífur í öxl og hnakka og aðeins illt í fætinum. Þetta var alveg smá högg en þetta hefði getað farið verr,“ sagði Haukur en er bíllinn stórskemmdur? „Hann var dreginn í burtu. Ég er ekki að fara að keyra hann aftur í bráð. Þetta var þarna leiðinlega veðrið rétt eftir að gámabíllinn og fólksbílinn lentu því miður saman. Það var bara nýbúið að opna brautina aftur og það var algjör blindbylur,“ sagði Haukur. Hann var búinn að spila alla leiki Álftanesliðsins á tímabilinu og það var farið að líta út fyrir að hann gæti spilað alla leikina í fyrsta skiptið hér á landi. „Lukkan mín hefur aldrei verið þannig að maður fái að klára eitthvað,“ sagði Haukur. Staðan á honum hefur annars verið mjög góð á þessu tímabili. Núna er bara gufa og nudd alla daga „Mér var farið að líða miklu betur og kominn í stand og svona. Ég er allur betri. Því miður fær maður ekki að ráða því hvort maður meiðist eða ekki. Hjá mér eftir þetta vanalega verið að ég lendi á einhverjum ökkla og sný mig þannig,“ sagði Haukur um meiðslavandræði síðustu ára en verður hann meira frá? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei lent í svona slysi. Ég veit ekki hvort að þetta verði eitthvað þráðlátt eða búið eftir viku. Ég er allur mjög stífur núna og er svolítið lemstraður. Núna er bara gufa og nudd alla daga. Vonandi verður þetta ekki of mikið eða of lengi,“ sagði Haukur. Nýliðar Álftanes hafa staðið sig frábærlega á fyrsta ári, sitja í úrslitakeppnissæti og eru komnir í bikarúrslitin í Höllinni. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Mér finnst við líka geta gert betur. Við erum bara búnir að lenda svolítið mikið í því að vera án leikmanna. Ég veit ekki hvað við erum búnir að taka marga leiki þar sem allir eru með,“ sagði Haukur. „Það er alltaf einhver af þessum alvöru spilurum í róteringunni sem detta út. Hörður [Axel Vilhjálmsson] var frá mestan partinn af fyrri hlutanum og svo er Dino [Stipcic] búinn að vera lengi frá. Douglas [Wilson] og Ville [Tahvanainen eru búnir að vera tæpir eftir áramót og hafa ekkert æft. Þetta er búið að vera svolítið mikið,“ sagði Haukur. Búið að ganga vel í vetur „Ég þurfti bara að klára þetta líka og þá eru allir búnir að meiðast eitthvað,“ sagði Haukur léttur. Hann hefur lent í því allt of oft síðustu tímabil að vera meiðast og missa af leikjum. „Það er hundleiðinlegt og sérstaklega þegar maður er kominn í einhvern rytma og síðan að slá út aftur. Þá þarf maður að fara að ná honum aftur. Þetta er búið að ganga vel hjá mér í ár,“ sagði Haukur en segir að kannski séu væntingarnar til sín ekki alveg á réttum stað. „Það er alltaf verið að vonast eftir því að maður skori þrjátíu stig í leik og þannig er maður bara góður. Ég hef nú aldrei verið þannig. Ég held að það hafi verið svolítið mikið horft í það hvernig maður var hér 2015 og fólk hefur haldið að ég myndi vera eins. Þá var maður bara 23 ára ungur pungur og þá var allt hægt,“ sagði Haukur og hlær. Gerði eitthvað í fyrra lífi Hann er með 14,4 stig, 8,1 frákast og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og átti nokkra frábæra leiki eftir áramót. Hann er líka mjög öflugur og fjölhæfur varnarmaður sem kemur aldrei fram í tölfræðinni. „Ég er bara 31 árs og er alveg í fínu standi. Leiðinlegt að missa svona út þegar maður er að komast aftur í almennilegan rytma,“ sagði Haukur. Óheppin virðist hins vegar alltaf elta Hauk. „Ég hef gert eitthvað í fyrra lífi. Það er hundrað prósent,“ sagði Haukur.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti