Ljúffengt 56% Barón súkkulaðið blandast einstaklega vel við silkimjúka fyllinguna svo úr verður sannkölluð veisla fyrir öll þau sem kunna gott að meta.
„Ég er viss um að súkkulaðiunnendur muni taka þessari vöru fagnandi. Fyrir þroskaða bragðlauka þá er Barón súkkulaðið auðvitað hið fullkomna súkkulaði og þegar það blandast bananafyllingunni þá verður til ljúffeng bragðupplifun sem er gaman að geta boðið upp á. Súkkulaði og bananar er auðvitað klassísk pörun og bragð sem margir tengja við sumar og sól, sem er auðvitað ekki verra svona í svartasta skammdeginu,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, og bætir við að það borgi sig að hafa hraðar hendur því um sé að ræða tímabundna vöru.
Eins og allt Síríus súkkulaði þá er nýja Pralín súkkulaðið vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnin eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi. Bændur fá aðstoð við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur sem stuðlar að jákvæðari umhverfisáhrifum og dregur meðal annars úr eyðingu regnskóga.